Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 17:00
Aksentije Milisic
Ítalía: Enn og aftur skoruðu Osimhen og Kvaratskhelia
Ótrúlegir.
Ótrúlegir.
Mynd: EPA
Sigur hjá Amrabat og félögum.
Sigur hjá Amrabat og félögum.
Mynd: EPA

Þremur leikjum er lokið í Serie A deildinni á Ítalíu og svo fara fram tveir leikir á eftir. Lazio og Roma mætast í Derby della Capitale núna klukkan 17 og í kvöld er stórleikur Inter og Juventus.


Napoli er langbesta lið deildarinnar og er að hlaupa í burtu með titilinn. Liðið fór létt með Torino í dag þar sem Victor Osimhen og Khvicha Kvaratskhelia skoruðu enn eina ferðina. Osimhen gerði tvennu í dag og voru þau bæði með skalla.

Fiorentina heldur áfram að spila vel og sækja sigra. Liðið mætti Lecce í dag og vann 1-0 iðnaðarsigur. Eina mark leiksins kom í fyrri hálfleiknum og var það sjálfsmark hjá gestunum.

Sampdoria komst upp úr fallsætinu með góðum heimasigri gegn Verona þar sem Manolo Gabbiadini gerði þrennu. Þetta var fyrsti sigur Dejan Stankovic og lærisveina hans síðan í byrjun árs.

Alla markaskorarana má sjá hér fyrir neðan.

Fiorentina 1 - 0 Lecce
1-0 Antonino Gallo ('27 , sjálfsmark)

Sampdoria 3 - 1 Verona
1-0 Manolo Gabbiadini ('24 )
2-0 Manolo Gabbiadini ('35 )
2-1 Davide Faraoni ('88 )
3-1 Alessandro Zanoli ('90 )

Torino 0 - 4 Napoli
0-1 Victor Osimhen ('9 )
0-2 Khvicha Kvaratskhelia ('35 , víti)
0-3 Victor Osimhen ('51 )
0-4 Tanguy Ndombele ('68 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner