sun 19. mars 2023 15:10
Aksentije Milisic
Notaði upptöku úr síma hjá áhorfanda til að dæma markið ógilt
Ekkert VAR í boði.
Ekkert VAR í boði.
Mynd: Getty Images

Ótrúlegt atvik átti sér stað í næst efstu deild í Egyptalandi en þar notaðist dómari leiksins við myndbandsupptöku úr síma hjá áhorfanda til að dæma mark ógilt sem hafði verið skorað seint í leiknum.


Mohamed Farouk heitir dómarinn en VAR er ekki notað í næst efstu deild í Egyptalandi. Leikurinn var á milli Suez SC and Al-Nasr en Al-Nasr hélt að það hefði jafnað leikinn í uppbótartíma.

Leikmenn Suez voru brjálaðir og mótmæltu markinu harkalega en þeir vildu meina að einn af leikmönnum Al-Nasr hefði verið rangstæður. Þar sem VAR myndbandsdómgæslan var ekki til taks þá ákvað Farouk að skoða upptökur úr síma hjá áhorfanda á leiknum.

Leikurinn var lengi stopp en að lokum ákvað Farouk að breyta skoðun sinni og dæma markið af. Alls voru fimmtán mínútum bætt við leikinn en Suez endaði á því að vinna leikinn með þremur mörkum gegn einu.

Dómarinn þurfti lögreglufylgd eftir leikinn en leikmenn og starfslið Al-Nasr voru brjálaðir eins og gefur að skilja. Félagið hefur hótað því að fara í mál við dómarann en rætt hefur verið um það að leikurinn gæti verið spilaður aftur og úrslitin dæmd ógild.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner