sun 19. mars 2023 11:40
Aksentije Milisic
Spilaði sinn fyrsta leik tólf ára gömul - Skapaðist umræða um málið á Twitter
Natalía Nótt.
Natalía Nótt.
Mynd: Gunnar Ragnarsson

Á fimmtudeginum síðasta áttust við Grindavík og Fram í B-deild í Lengjubikar kvenna þar sem Grindavík vann auðveldan 6-0 sigur.


Það sem vakti mest athygli úr þeim leik var að stelpa fædd árið 2010, hún Na­tal­ía Nótt Gunn­ars­dótt­ir, tók þarna þátt í sínum fyrsta meistaraflokksleik á ferlinum.

Natalía er aðeins tólf ára gömul og var hún þarna að mæta leikmönnum sem sumir voru allt að 21 árum eldri en hún. Elsti leikmaðurinn í liði Grindavíkur var hins vegar einungis 22 ára gömul og því mjög ungt lið sem mætti þar til leiks.

Natalía er efnilegur sóknarmaður en hún er yngsti leikmaðurinn í sögu Grindavíkur í keppnisleik.

Ekki eru allir hrifnir af þessu en umræða um málið skapaðist á twitter.

„12 ára í mfl, þetta er bara ótrúlegt og að mínu mati á þetta ekki að sjást," sagði hinn reynslumikli þjálfari Jón Kristjánsson á Twitter.

Fleiri tjáðu sig um þetta eins og má sjá hér fyrir neðan en Natalía kom inn á 85. mínútu leiksins.






Athugasemdir
banner
banner