Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
   sun 19. mars 2023 20:28
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Víti urðu Bayern að falli - Dortmund áfram á toppnum

Dortmund heldur toppsætinu í þýsku deildinni eftir tap Bayern Munchen gegn Bayer Leverkusen í dag.


Dortmund valtaði yfir Köln 6-1 í dag og þurfti Bayern því að minnsta kosti stig gegn Leverkusen í dag.

Joshua Kimmich sá til þess að Bayern var með 1-0 forystu í hálfleik en tvö víti urðu Bayern að falli í þeim síðari.

Eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik fékk Leverkusen vítaspyrnu þegar Benjamin Pavard steig á hælinn á Amin Adli í teignum. Exequiel Palacios steig á punktinn og skoraði.

Leverkusen fékk aðra vítaspyrnu þegar Dayot Upamecano gerðist brotlegur í teignum. Palacios steig aftur á punktinn og aftur skoraði hann og tryggði Leverkusen stigin þrjú.

Leverkusen er í 8. sæti, þremur stigum frá 6. sæti sem gefur sæti í Sambandsdeildinni. Liðið er einu stigi á undan Mainz sem gerði dramatískt jafntefli gegn Freiburg rétt í þessu.

Freiburg var yfir þegar komið var vel inn í uppbótartímann en þá skoraði Karim Onisiwo og tryggði Mainz stig. Stigið dugði Freiburg til að komast í 4. sætið, upp fyrir RB Leipzig.

Bayer 2 - 1 Bayern
0-1 Joshua Kimmich ('22 )
1-1 Exequiel Palacios ('55 , víti)
2-1 Exequiel Palacios ('73 , víti)

Mainz 1 - 1 Freiburg
0-1 Ritsu Doan ('55 )
1-1 Karim Onisiwo ('90 )


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 10 9 1 0 35 6 +29 28
2 RB Leipzig 10 7 1 2 20 13 +7 22
3 Dortmund 10 6 3 1 16 7 +9 21
4 Stuttgart 10 7 0 3 17 12 +5 21
5 Leverkusen 10 6 2 2 24 14 +10 20
6 Hoffenheim 10 6 1 3 21 16 +5 19
7 Eintracht Frankfurt 10 5 2 3 23 19 +4 17
8 Werder 10 4 3 3 15 18 -3 15
9 Köln 10 4 2 4 17 15 +2 14
10 Freiburg 10 3 4 3 13 14 -1 13
11 Union Berlin 10 3 3 4 13 17 -4 12
12 Gladbach 10 2 3 5 13 19 -6 9
13 Hamburger 10 2 3 5 9 16 -7 9
14 Wolfsburg 10 2 2 6 12 18 -6 8
15 Augsburg 10 2 1 7 14 24 -10 7
16 St. Pauli 10 2 1 7 9 20 -11 7
17 Mainz 10 1 2 7 10 18 -8 5
18 Heidenheim 10 1 2 7 8 23 -15 5
Athugasemdir
banner
banner