Guehi mun ekki endurnýja - Man Utd gæti selt Onana - Bissouma gæti enn fært sig um set
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
Krefjandi fyrir Kjartan hjá Aberdeen - „Maður er að læra á hverjum degi“
Benoný Breki ætlar upp um deild með Stockport - „Þetta er alvöru klúbbur“
Logi Hrafn ekki ánægður með sína stöðu í Króatíu - „Aldrei sáttur á bekknum“
Gísli Gotti: Besta sem maður getur hugsað sér sem íslenskur fótboltamaður
Elías um samkeppnina við Hákon: Þægilegra samband en á flestum öðrum stöðum
Brynjólfur: Þegar maður spilar vel býst maður við að vera hérna
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
   lau 19. apríl 2025 17:49
Sverrir Örn Einarsson
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Adam Ægir í leik með Val
Adam Ægir í leik með Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ægir Pálsson er snúinn aftur til Vals eftir að hafa leikið á Ítalíu í vetur. Adam sem fékk félagaskipti á dögunum hélt upp á það með því að skora eitt af þremur mörkum Vals í 3-1 sigri á Grindavík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins í dag. Fótbolti.net spjallaði við Adam að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  3 Valur

„Gott að vera komin heim og gott að byrja á sigri. Grindavík er með fínt lið en mér fannst við eiga að klára leikinn í fyrri hálfleik. Við munum brenna okkur á þessu ef við gefum ekki í. Gott að klára þetta en viðvörunarbjöllur.“ Sagði Adam um heimkomuna og leikinn.

Fyrstu tvö mörk Valsmanna komu upp úr föstum leikatriðum en á milli þeirra hafði Adam Árni Róbertsson jafnað fyrir Grindvíkinga. Valsmönnum gekk erfiðlega að brjóta niður vörn Grindvíkinga í opnum leik en Adam fannst liðið þó vera að gera nóg.

„Mér fannst við alveg fá nokkur dauðafæri, Jónatan fær eitt í fyrri hálfleik og hann er vanur að klára þau.“

„Við verðum að nýta færin okkar, auðvitað vorum við góðir að halda bolta og allt það en bikarleikir eru alltaf erfiðir. Grindvíkingar voru mjög mótiveraðir þannig að ég er ánægður með sigurinn en við hefðum getað gert betur.“

Adam er eins og áður segir að snúa heim eftir lánsdvöl á ítalíu. En hvers vegna núna?

„Ég var búinn að hugsa þetta lengi. Mér leið ekki nógu vel þarna úti svo ég ákvað að þetta væri tímasetningin. Það er í raun ein og hálf vika eftir af tímabilinu úti auk umspils og ég bara spurði reglulega hvort ég mætti fara. Loksins fékk ég já og mér fannst þetta rétti tímapunkturinn. Því fyrr sem ég væri kominn í Val og gæti spilað fleiri mínútur og farið að spila fótbolta aftur sem var fyrst og fremst það sem ég var að hugsa,“

Um persónuleg markmið fyrir sumarið sagði Adam.

„Þannig séð engin skrifuð markmið. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að fá að spila, vera inná vellinum og líða vel andlega. Finna mig aftur og mojoið mitt og spila fótbolta svo kemur hitt. Ég veit að ég er með hæfileika í að skora og leggja upp en það er bara fyrst og framst að finna gleðina og spila fótbolta. “

Sagði Adam um markmiðin og bætti svo við aðspurður hvort hann væri að þroskast sem leikmaður.

„Já og sem persóna. Það er það sem þetta kenndi mér að maður þarf að þroskast líka sem persóna ekki bara fótboltamaður. Áður en ég fór út var líf mitt bara fótbolti og komst ekkert annað að. Það er fínt að losna við þetta og vita að það er eitthvað annað en bara fótbolti í lífinu.“

Sagði Adam en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner