sun 19. maí 2019 13:15
Ívan Guðjón Baldursson
Hallur Flosason missir af næstu leikjum vegna meiðsla
Hallur hefur verið öflugur í stöðu vængbakvarðar hjá Skagamönnum.
Hallur hefur verið öflugur í stöðu vængbakvarðar hjá Skagamönnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, staðfesti meiðsli Halls Flosasonar í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Hjörvar Hafliðason tísti því að Hallur yrði frá í 6-8 vikur en Jóhannes býst ekki við að tíminn verði svo langur. Hallur missir því líklega af leikjum gegn Breiðabliki, Stjörnunni, FH og ÍBV næstu tvær vikur.

„Doktorinn er alltaf með allt á hreinu! Fyrst að hann segir þetta þá hlýtur þetta að vera rétt hjá honum," sagði Jói Kalli léttur.

„Hallur lenti illa eftir slæmt samstuð í síðasta leik á móti FH og hann er bara að glíma við afleiðingarnar af því núna.

„Nei, ég held að hann verði aldrei svona lengi frá. Það verður samt sem áður að fá að koma í ljós."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner