Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 19. maí 2019 21:49
Kristófer Jónsson
Jói Kalli: Áttu engin svör við þéttleika okkar
Jóhannes Karl er að gera frábæra hluti með ÍA
Jóhannes Karl er að gera frábæra hluti með ÍA
Mynd: Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var að vonum sáttur eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Sigurmarkið kom undir lok leiks.

„Við fengum það sem að við ætluðum úr þessum leik. Hlutirnir gengu ágætlega upp hjá okkur. Strákarnir lögðu gríðarlega mikið á sig til að loka á Blikanna og meðan að við höldum hreinu dugar eitt mark til að vinna leikinn."

Lestu um leikinn: Breiðablik 0 -  1 ÍA

Leikurinn var ekki mikið fyrir augað en vörn beggja liða var gríðarlega þétt og því var lítið af marktækifærum.

„Ég held að þeir hafi ekki fengið eitt einasta færi. Við vissum að ef að við myndum loka miðsvæðum myndu þeir setja inn mikið af krossum inní teiginn sem að við vörðumst vel. Þeir í rauninni áttu engin svör við þéttleika hjá okkur."

Skagamenn eru nýliðar í deildinni en þeir hafa farið frábærlega af stað og eru eftir í deildinni með 13 stig þegar að fimm umferðir eru búnar.

„Við vitum að þegar að hlutirnir heppnast hjá okkur þá getum við unnið hvaða lið sem er. Þetta er trúin sem að hópurinn hefur á það sem að við getum gert." sagði Jói Kalli að lokum.

Nánar er rætt við Jóhannes Karl í spilaranum að ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner