Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 19. maí 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
„Minnir mig á Thierry Henry"
Rafael Leao.
Rafael Leao.
Mynd: EPA
Nuno Gomes, fyrrum sóknarmaður portúgalska landsliðsins, segir að það komi sér ekki á óvart hversu öflugur Rafael Leao hefur verið fyrir AC Milan.

Leao er markahæsti leikmaður Milan á þessu tímabili og hefur skorað gríðarlega þýðingarmikil mörk að undanförnu.

Milan er einu stigi frá því að tryggja sér Ítalíumeistaratitilinn.

„Hann hefur ekki komið mér á óvart. Ég hef þekkt hann síðan hann var fimmtán ára. Hann gerði gæfumuninn fyrir portúgölsku yngri landsliðin og ég heillaðist strax af honum." segir Nuno Gomes.

„Hann er þegar kominn í hóp með bestu leikmönnum heims í sinni stöðu. Hann minnir mig á Thierry Henry. Ég get líka nefnt Adriano vegna styrksins í vissum tilvikum og Ronaldo vegna sprengikraftsins."

Þess má geta að Stefano Pioli, þjálfari AC Milan, líkti Leao líka við Thierry Henry.

„Leao hefur tekið miklum framförum og hann getur afrekað mikið í framtíðinni. Hann getur fjölgað mörkunum ef hann spilar nær vítateig andstæðingana. Það er erfitt fyrir erlenda sóknarmenn að slá í gegn á Ítalíu en hann hefur staðist prófið. Hann getur orðið enn betri á næsta tímabili," segir Gomes.

Leao hefur skorað 14 mörk í 41 leik í öllum keppnum á þessu tímabili. Samningur hans rennur út 2024 en umboðsmaður hans, Jorge Mendes, er í viðræðum við Milan um framlengingu til 2026.

Portúgalski landsliðsmaðurinn kom til Milan frá Lille sumarið 2019. Hann lék sinn fyrsta landsleik í október og á enn eftir að skora sitt fyrsta landsliðsmark.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner