Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 19. júní 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
John Terry búinn að gera nýjan samning við Villa
Terry er aðstoðarstjóri Villa.
Terry er aðstoðarstjóri Villa.
Mynd: Getty Images
John Terry hefur skrifað undir nýjan samning við Aston Villa til ársins 2021 og mun því halda áfram sem aðstoðarstjóri liðsins.

Terry hefur verið hægri hönd Dean Smith en Aston Villa vann Derby í úrslitaleik Championship-deildarinnar og spilar í úrvalsdeildinni á komandi tímabili.

Derby gæti þurft að ráða nýjan stjóra en Frank Lampard er í viðræðum við Chelsea. Terry er einn af þeim sem var orðaður við starfið en nú er ljóst að hann er ekki á förum frá Villa.

Terry átti blómlegan leikmannaferil og vann ensku úrvalsdeildina fimm sinnum og Meistaradeildina einu sinni hjá Chelsea. Hann lék sitt síðasta tímabil sem leikmaður hjá Villa og fór svo í þjálfarahlutverk hjá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner