Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   lau 19. júní 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar Birnir: Mikilvægt að halda hreinu
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, fagnaði þremu stigum í dag með 3-0 sigrinum á Víking Ó en Vestri er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  3 Vestri

Vladimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra og þá gerði Nacho Gil eitt mark.

Vestri er í ágætis málum í Lengjudeildinni og spiluðu fínan fótbolta en lentu í basli á köflum í síðari hálfleik.

„Það er eins og við förum í alla leiki. Við viljum taka stjórnina á leikjunum og spila okkar leik. Við viljum hafa tökin og það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki eins vel í seinni hálfleik og sérstaklega ekki í seinni hluta seinni hálfleiks en að öðru leyti gekk leikplanið upp," sagði Heiðar Birnir við Fótbolta.net.

„Það var mjög mikilvægt hjá okkur að halda hreinu. Við förum ánægðir heim og verðum klárir í næsta leik."

Diego Garcia, markvörður Vestra, meiddist í leiknum en hann átti frábæran leik fram að meiðslunum. Diego þurfti að fara af velli á 83. mínútu eftir að hann sneri sig á ökkla.

„Við vitum ekkert um meiðslin hjá honum. Við bara vonum það besta. Við erum heppnir að hafa tvoa góða markmenn og það kemur maður í manns stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner