Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
banner
   lau 19. júní 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Heiðar Birnir: Mikilvægt að halda hreinu
Heiðar Birnir Torleifsson
Heiðar Birnir Torleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiðar Birnir Torleifsson, þjálfari Vestra, fagnaði þremu stigum í dag með 3-0 sigrinum á Víking Ó en Vestri er nú með 12 stig í 6. sæti deildarinnar.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 0 -  3 Vestri

Vladimir Tufegdzic skoraði tvö fyrir Vestra og þá gerði Nacho Gil eitt mark.

Vestri er í ágætis málum í Lengjudeildinni og spiluðu fínan fótbolta en lentu í basli á köflum í síðari hálfleik.

„Það er eins og við förum í alla leiki. Við viljum taka stjórnina á leikjunum og spila okkar leik. Við viljum hafa tökin og það gekk vel í fyrri hálfleik en ekki eins vel í seinni hálfleik og sérstaklega ekki í seinni hluta seinni hálfleiks en að öðru leyti gekk leikplanið upp," sagði Heiðar Birnir við Fótbolta.net.

„Það var mjög mikilvægt hjá okkur að halda hreinu. Við förum ánægðir heim og verðum klárir í næsta leik."

Diego Garcia, markvörður Vestra, meiddist í leiknum en hann átti frábæran leik fram að meiðslunum. Diego þurfti að fara af velli á 83. mínútu eftir að hann sneri sig á ökkla.

„Við vitum ekkert um meiðslin hjá honum. Við bara vonum það besta. Við erum heppnir að hafa tvoa góða markmenn og það kemur maður í manns stað," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner