Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   mán 19. júlí 2021 23:35
Atli Arason
Nikolaj: Væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn
Nikolaj Hansen
Nikolaj Hansen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen, framherji Víkings, skoraði eitt og lagði upp annað í 1-2 sigri á Keflavík í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Víkingur R.

„það er mjög gott að koma hingað og vinna. Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður, við stóðum kyrrir og mikið og þetta var smá eins og á æfingu með keilum. Við vorum ekki að gera neitt,“ sagði Hansen í viðtali eftir leik.

Aðspurður um taktískar breytingar milli hálfleikja svaraði Nikolaj,
„ég varð að fara neðar á völlinn svo að vængmennirnir fengu meira pláss hærra upp á vellinum. Ég held að varamennirnir hafi breytt leiknum fyrir okkur. Kwame gerði vel og Helgi kom inn á og skoraði. Við erum með sterkt lið.“

Kwame Quee lagði upp mark Nikolaj í kvöld. Niko var sáttur með fyrirgjöf Kwame en viðurkenndi að Kwame á það til að leika sér of mikið með boltann.
„Ég veit að þegar Kwame er kominn einn á einn þá á hann það til að gera of mikið og skera til baka of oft þannig það er erfiðara fyrir mig að tímasetja mig en fyrirgjöfin hans var fullkomin og ég þurfti bara að koma við hann til að skora,“ sagði brosandi Nikolaj Hansen.

Nikolaj er áfram markahæsti leikmaður deildarinnar eftir umferðina. Hansen viðurkenndi að hann væri kominn með hugan við gullskóinn.
„Auðvitað. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja að ég væri ekki að hugsa um gullskóinn. 11 mörk í 13 leikjum er frekar gott. Ég verð samt bara að halda áfram og þá munu mörkin halda áfram að koma,“ sagði Nikolaj Hansen að lokum.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner