Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   lau 19. júlí 2025 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
ÍA tapaði gegn KA í mikilvægum botnbaráttuslag í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 ÍA

„Það er súrt að tapa þessum leik. Mér fannst vera jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Markið sem þeir skoruðu setur svolítið mark á leikinn. Seinni hálfleik tókum við yfirhönd á vellinum. Þegar þeir skora annað markið sem drepur leikinn erum við búnir að vera þjarma að þeim í töluverðan tíma,"

Skagamenn voru sterkir í seinni hálfleik en KA menn refsuðu og skoruðu annað mark leiksins sem tryggði sigurinn.

„Það lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið. Eins og gerist oft á tíðum, eins og við vorum að gera að henda öllum fram, þá fengum við mark í andlitið. Svona er þessi deild, þetta er mjög skrítin deild, þetta er upp og niður. Eins og ég er búinn að tyggja á í flestum viðtölum sem ég hef farið í þá hvorki héldum við okkur uppi þegar við unnum á móti KR eða féllum í dag."

„Það er langt í næsta leiik. Stákarnir fara aðeins í burtu, taka sér smá pásu en svo koma þeir tvíefldir til baka," sagði Lárus en ÍA mætir næst Val á Skaganum þann 5. ágúst.
Athugasemdir
banner