ÍA tapaði gegn KA í mikilvægum botnbaráttuslag í Bestu deildinni í dag. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.
Lestu um leikinn: KA 2 - 0 ÍA
„Það er súrt að tapa þessum leik. Mér fannst vera jafnræði með liðunum í fyrri hálfleik. Markið sem þeir skoruðu setur svolítið mark á leikinn. Seinni hálfleik tókum við yfirhönd á vellinum. Þegar þeir skora annað markið sem drepur leikinn erum við búnir að vera þjarma að þeim í töluverðan tíma,"
Skagamenn voru sterkir í seinni hálfleik en KA menn refsuðu og skoruðu annað mark leiksins sem tryggði sigurinn.
„Það lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið. Eins og gerist oft á tíðum, eins og við vorum að gera að henda öllum fram, þá fengum við mark í andlitið. Svona er þessi deild, þetta er mjög skrítin deild, þetta er upp og niður. Eins og ég er búinn að tyggja á í flestum viðtölum sem ég hef farið í þá hvorki héldum við okkur uppi þegar við unnum á móti KR eða féllum í dag."
„Það er langt í næsta leiik. Stákarnir fara aðeins í burtu, taka sér smá pásu en svo koma þeir tvíefldir til baka," sagði Lárus en ÍA mætir næst Val á Skaganum þann 5. ágúst.
Athugasemdir