FH fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld, leikurinn endaði með hádramatísku 2-2 jafntefli. Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson jafnaði leikinn á 97. mínútu leiksins. Fyrirliðinn kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Valur
„Mér fannst við eiga að fá meira út úr þessum leik, mér fannst við töluvert betri í leiknum ég held að þeir hafi fengið tvö færi í leiknum og skorað tvö."
„Við settum góða pressu í seinni hálfleik og við uppskárum margt áttum það skilið 1-1. En svo gleymum við okkur í eitt augnablik en náum að jafna. Ég er svekktur en léttir að jafna."
FH er í harðri Evrópubaráttu
„Þrjú stig í dag hefði gert helling. Við höfum fengið nokkra sénsa í sumar en ekki nýtt þá. En það er leikur gegn Fylki næst.
Eina í stöðunni að mæta á æfingar og láta Heimi púla okkur út í viku."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir