FH fékk Val í heimsókn fyrr í kvöld, leikurinn endaði með hádramatísku 2-2 jafntefli. Heimir Guðjóns mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Valur
„Við þurftum góðan karakter að koma til baka. Ég held að Kiddi hafi skorað á 94. plús og úr því sem komið var er frábært að sýna góðan karakter og fá stig."
„Ef við lítum á leikinn í heild sinni og sérstaklega seinni háflleikinn þá var eitt lið á vellinum, við vorum miklu betri. Við fengum mikið af góðum tækifærum bæði eftir fyrirgjafir og föst leikatriði. Þá getum við líka klaufar að fá ekki meira út úr þessum leik".
„Ömmi var frábær í markinu. Meira að segja fékk hann einu sinni boltann í hausinn. Hann var að verja vel og kannski hefðum við mátt vera aðeins yfirvegaðri í færunum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
























