„Hrikalega stoltur af liðinu. Mér fannst við sýna í fyrsta lagi frábæran leik. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega frábær af okkar hálfu. Við lendum undir en ég get ekki lýst því hversu stoltur ég er af liðinu að við brotnum ekki við það og það slær okkur ekki einu sinni út af laginu. Menn héldu áfram og sóttu þennan leik til sigurs" sagði kátur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir frábæran 1 - 2 sigur gegn Víkingum í kvöld.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 ÍA
„Strákarnir útfærðu þetta virkilega vel. Það var lítið um opnanir en þeir færðust auðvitað nær og nær og það var oft kaos inn í teig en opin færi sem Víkingar fengu voru ekkert rosalega mörg eftir markið sem þeir skora.
Við höldum bara ótrauðir áfram og í þeirri vinnu okkar að bæta okkur leik fyrir leik og viku fyrir viku og allt það og við bætum bara í. Ég sé enga ástæðu til annars.
Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan.





















