Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
banner
   mán 19. ágúst 2024 21:50
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Slær okkur ekki einu sinni niður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Hrikalega stoltur af liðinu. Mér fannst við sýna í fyrsta lagi frábæran leik. Fyrri hálfleikurinn var algjörlega frábær af okkar hálfu. Við lendum undir en ég get ekki lýst því hversu stoltur ég er af liðinu að við brotnum ekki við það og það slær okkur ekki einu sinni út af laginu. Menn héldu áfram og sóttu þennan leik til sigurs" sagði kátur Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir frábæran 1 - 2 sigur gegn Víkingum í kvöld. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 ÍA

„Strákarnir útfærðu þetta virkilega vel. Það var lítið um opnanir en þeir færðust auðvitað nær og nær og það var oft kaos inn í teig en opin færi sem Víkingar fengu voru ekkert rosalega mörg eftir markið sem þeir skora.

Við höldum bara ótrauðir áfram og í þeirri vinnu okkar að bæta okkur leik fyrir leik og viku fyrir viku og allt það og við bætum bara í. Ég sé enga ástæðu til annars. 

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan. 


Athugasemdir