Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 19. ágúst 2024 22:38
Sölvi Haraldsson
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
Lengjudeildin
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður. Frábær varnarleikur hjá öllu liðinu allan leikinn. Mér fannst þeir ógna markinu mjög lítið allan leikinn. Við gerðum þetta svona í dag og vörðum forskotið. Ég held að þetta sé verðskuldaður sigur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 sigur á Þrótti í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þróttur R.

Var þetta besta frammistaða Aftureldingar í sumar?

Varnarlega myndi ég segja það. Ég man varla eftir færi hjá þeim fyrir utan í lokin þegar Sigurpáll hendir sér fyrir skotið. Að öðru leyti ógnuðu þeir lítið. Varnarleikurinn var frábær frá A til Ö.

Eftir frábæran fyrri hálfleik fór seinni hálfleikurinn í að verjast meira og minna hjá heimamönnum.

Ég hefði viljað skorað 2-0 í fyrri hálfleik og fara með stærri forystu inn í hálfleikinn. Við spiluðum frábærlega þar og markið var frábær. Í seinni hálfleik fórum við að verjast of mikið. En bara frábær liðsheild sem skilaði sigrinum í dag.

Þetta var annar heimasigur Aftureldingar á tímabilinu en Maggi segir að hann hafi verið kærkominn.

Það var frábær andi í liðinu og í stúkunni. Frábært að sjá góða mætingu og bingóið í hálfleik, einhverjir áhorfendur fóru sáttir heim með vinninga þaðan. Svo fara Aftureldingsmenn sáttir heim með þrjú stig. Bara frábært.“ 

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner