Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mán 19. ágúst 2024 22:38
Sölvi Haraldsson
Maggi: Varnarleikurinn frábær frá A til Ö
Lengjudeildin
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Maggi var sáttur með sigurinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður. Frábær varnarleikur hjá öllu liðinu allan leikinn. Mér fannst þeir ógna markinu mjög lítið allan leikinn. Við gerðum þetta svona í dag og vörðum forskotið. Ég held að þetta sé verðskuldaður sigur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 sigur á Þrótti í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þróttur R.

Var þetta besta frammistaða Aftureldingar í sumar?

Varnarlega myndi ég segja það. Ég man varla eftir færi hjá þeim fyrir utan í lokin þegar Sigurpáll hendir sér fyrir skotið. Að öðru leyti ógnuðu þeir lítið. Varnarleikurinn var frábær frá A til Ö.

Eftir frábæran fyrri hálfleik fór seinni hálfleikurinn í að verjast meira og minna hjá heimamönnum.

Ég hefði viljað skorað 2-0 í fyrri hálfleik og fara með stærri forystu inn í hálfleikinn. Við spiluðum frábærlega þar og markið var frábær. Í seinni hálfleik fórum við að verjast of mikið. En bara frábær liðsheild sem skilaði sigrinum í dag.

Þetta var annar heimasigur Aftureldingar á tímabilinu en Maggi segir að hann hafi verið kærkominn.

Það var frábær andi í liðinu og í stúkunni. Frábært að sjá góða mætingu og bingóið í hálfleik, einhverjir áhorfendur fóru sáttir heim með vinninga þaðan. Svo fara Aftureldingsmenn sáttir heim með þrjú stig. Bara frábært.“ 

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner