
„Frábær sigur og mér fannst hann verðskuldaður. Frábær varnarleikur hjá öllu liðinu allan leikinn. Mér fannst þeir ógna markinu mjög lítið allan leikinn. Við gerðum þetta svona í dag og vörðum forskotið. Ég held að þetta sé verðskuldaður sigur.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-0 sigur á Þrótti í kvöld.
Lestu um leikinn: Afturelding 1 - 0 Þróttur R.
Var þetta besta frammistaða Aftureldingar í sumar?
„Varnarlega myndi ég segja það. Ég man varla eftir færi hjá þeim fyrir utan í lokin þegar Sigurpáll hendir sér fyrir skotið. Að öðru leyti ógnuðu þeir lítið. Varnarleikurinn var frábær frá A til Ö.“
Eftir frábæran fyrri hálfleik fór seinni hálfleikurinn í að verjast meira og minna hjá heimamönnum.
„Ég hefði viljað skorað 2-0 í fyrri hálfleik og fara með stærri forystu inn í hálfleikinn. Við spiluðum frábærlega þar og markið var frábær. Í seinni hálfleik fórum við að verjast of mikið. En bara frábær liðsheild sem skilaði sigrinum í dag.“
Þetta var annar heimasigur Aftureldingar á tímabilinu en Maggi segir að hann hafi verið kærkominn.
„Það var frábær andi í liðinu og í stúkunni. Frábært að sjá góða mætingu og bingóið í hálfleik, einhverjir áhorfendur fóru sáttir heim með vinninga þaðan. Svo fara Aftureldingsmenn sáttir heim með þrjú stig. Bara frábært.“
Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.