Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
   mán 19. ágúst 2024 22:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Ef eitthvað lið átti að tapa var það sennilega við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Ég var mjög fúll að tapa honum, því að þrátt fyrir að við höfum ekkert átt okkar besta leik þá fannst mér ekki mikið í spilunum í stöðunni 1-1. Þeir skoruðu þegar það eru einhverjar 10-15 mínútur búnar af síðar hálfleik. Þá eigum við fast leikatriði upp við hornfána, langt innkast sem að þeir bara taka niður og fara í skyndisókn og skora. Ég var mjög ósáttur með það, að fá það mark á mig og það breytir bara leiknum. Þriðja markið þeirra bara beint úr aukaspyrnu, upp í vinkilinn, ekkert hægt að gera við því. Öðru leiti fannst mér við bara loka vel á þá, Óli (Ólafur Íshólm) þurfti ekki að verja neitt í leiknum. Þeir voru meira með boltan við áttum von á því, en mér fannst þeir ekki ná að opna okkur eitt né neitt, ógna okkur ekkert svakalega mikið, þrátt fyrir að það hafi verið fullt af skotum hér og þar og eitthvað af fyrirgjöfum. Það er samt alltaf voða mikið næstum því, svipað og hjá okkur kannski. Við hefðum getað gert betur kannski í lok fyrri hálfleiks þegar við erum þrír á móti einum, Mingi (Magnús Ingi) nánast einn í gegn og klúðrum dauðafæri þar. Fred með skot í vinkilinn og eitthvað klafs eftir það. Blikar kannski heilt yfir betra liðið og við áttum svo sem alveg von á því að þeir væru meira með boltan. Ég er fúll að tapa þessu en ef eitthvað lið átti sennilega að tapa þá voru það við."

Þriðja mark Breiðabliks er ákveðinn vendipunktur í leiknum þar sem Alex Freyr brýtur af sér, meiðist sjálfur í leiðinni og Blikar skora. Fram var aldrei neitt sérstaklega líklegt að komast aftur inn í leikinn eftir það.

„Það fer aðeins með leikinn, við reynum að klóra í bakkann og við það opnast þetta aðeins meira hjá okkur. Blikarnir sköpuðu sér aðeins meira án þess að það hafi verið einhver stórhætta á ferðum. Við náum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur 3-2 en settum smá pressu á þá í restina. Blikar eru góðir þegar þeir eru komnir yfir og þeir halda boltanum vel og við vorum búnir að leggja að okkur mikla vinnu. Eins og ég segi, ég er bara fúll. Annað markið sem þeir skora kemur þeim aftur yfir í góða stöðu. Þeir bara með reynslu sína, og sína getu þá bara ná þeir að sigla þessu heim. Ég er bara mest sár yfir því að við höfum fengið á okkur annað markið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir