Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mán 19. ágúst 2024 22:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Ef eitthvað lið átti að tapa var það sennilega við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Ég var mjög fúll að tapa honum, því að þrátt fyrir að við höfum ekkert átt okkar besta leik þá fannst mér ekki mikið í spilunum í stöðunni 1-1. Þeir skoruðu þegar það eru einhverjar 10-15 mínútur búnar af síðar hálfleik. Þá eigum við fast leikatriði upp við hornfána, langt innkast sem að þeir bara taka niður og fara í skyndisókn og skora. Ég var mjög ósáttur með það, að fá það mark á mig og það breytir bara leiknum. Þriðja markið þeirra bara beint úr aukaspyrnu, upp í vinkilinn, ekkert hægt að gera við því. Öðru leiti fannst mér við bara loka vel á þá, Óli (Ólafur Íshólm) þurfti ekki að verja neitt í leiknum. Þeir voru meira með boltan við áttum von á því, en mér fannst þeir ekki ná að opna okkur eitt né neitt, ógna okkur ekkert svakalega mikið, þrátt fyrir að það hafi verið fullt af skotum hér og þar og eitthvað af fyrirgjöfum. Það er samt alltaf voða mikið næstum því, svipað og hjá okkur kannski. Við hefðum getað gert betur kannski í lok fyrri hálfleiks þegar við erum þrír á móti einum, Mingi (Magnús Ingi) nánast einn í gegn og klúðrum dauðafæri þar. Fred með skot í vinkilinn og eitthvað klafs eftir það. Blikar kannski heilt yfir betra liðið og við áttum svo sem alveg von á því að þeir væru meira með boltan. Ég er fúll að tapa þessu en ef eitthvað lið átti sennilega að tapa þá voru það við."

Þriðja mark Breiðabliks er ákveðinn vendipunktur í leiknum þar sem Alex Freyr brýtur af sér, meiðist sjálfur í leiðinni og Blikar skora. Fram var aldrei neitt sérstaklega líklegt að komast aftur inn í leikinn eftir það.

„Það fer aðeins með leikinn, við reynum að klóra í bakkann og við það opnast þetta aðeins meira hjá okkur. Blikarnir sköpuðu sér aðeins meira án þess að það hafi verið einhver stórhætta á ferðum. Við náum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur 3-2 en settum smá pressu á þá í restina. Blikar eru góðir þegar þeir eru komnir yfir og þeir halda boltanum vel og við vorum búnir að leggja að okkur mikla vinnu. Eins og ég segi, ég er bara fúll. Annað markið sem þeir skora kemur þeim aftur yfir í góða stöðu. Þeir bara með reynslu sína, og sína getu þá bara ná þeir að sigla þessu heim. Ég er bara mest sár yfir því að við höfum fengið á okkur annað markið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner