Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 19. ágúst 2024 22:19
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Ef eitthvað lið átti að tapa var það sennilega við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var svekktur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 3-1 fyrir Breiðablik á Kópavogsvelli.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Fram

„Ég var mjög fúll að tapa honum, því að þrátt fyrir að við höfum ekkert átt okkar besta leik þá fannst mér ekki mikið í spilunum í stöðunni 1-1. Þeir skoruðu þegar það eru einhverjar 10-15 mínútur búnar af síðar hálfleik. Þá eigum við fast leikatriði upp við hornfána, langt innkast sem að þeir bara taka niður og fara í skyndisókn og skora. Ég var mjög ósáttur með það, að fá það mark á mig og það breytir bara leiknum. Þriðja markið þeirra bara beint úr aukaspyrnu, upp í vinkilinn, ekkert hægt að gera við því. Öðru leiti fannst mér við bara loka vel á þá, Óli (Ólafur Íshólm) þurfti ekki að verja neitt í leiknum. Þeir voru meira með boltan við áttum von á því, en mér fannst þeir ekki ná að opna okkur eitt né neitt, ógna okkur ekkert svakalega mikið, þrátt fyrir að það hafi verið fullt af skotum hér og þar og eitthvað af fyrirgjöfum. Það er samt alltaf voða mikið næstum því, svipað og hjá okkur kannski. Við hefðum getað gert betur kannski í lok fyrri hálfleiks þegar við erum þrír á móti einum, Mingi (Magnús Ingi) nánast einn í gegn og klúðrum dauðafæri þar. Fred með skot í vinkilinn og eitthvað klafs eftir það. Blikar kannski heilt yfir betra liðið og við áttum svo sem alveg von á því að þeir væru meira með boltan. Ég er fúll að tapa þessu en ef eitthvað lið átti sennilega að tapa þá voru það við."

Þriðja mark Breiðabliks er ákveðinn vendipunktur í leiknum þar sem Alex Freyr brýtur af sér, meiðist sjálfur í leiðinni og Blikar skora. Fram var aldrei neitt sérstaklega líklegt að komast aftur inn í leikinn eftir það.

„Það fer aðeins með leikinn, við reynum að klóra í bakkann og við það opnast þetta aðeins meira hjá okkur. Blikarnir sköpuðu sér aðeins meira án þess að það hafi verið einhver stórhætta á ferðum. Við náum ekki að koma okkur inn í leikinn aftur 3-2 en settum smá pressu á þá í restina. Blikar eru góðir þegar þeir eru komnir yfir og þeir halda boltanum vel og við vorum búnir að leggja að okkur mikla vinnu. Eins og ég segi, ég er bara fúll. Annað markið sem þeir skora kemur þeim aftur yfir í góða stöðu. Þeir bara með reynslu sína, og sína getu þá bara ná þeir að sigla þessu heim. Ég er bara mest sár yfir því að við höfum fengið á okkur annað markið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner