„Tilfinningin er drullu svekkjandi. Það er alltaf sárt að tapa og hvernig við spiluðum í fyrri hálfleik að þá er ég mjög ósáttur við liðið, við mættum bara alls ekki tilbúnir til leiks í fyrri hálfleik. Við vorum soft, við unnum ekki nein návígi, við vorum seinir að bregðast við þegar við töpum boltanum, sloppý sendingar. Þannig að ég er virkilega svekktur með framistöðuna" sagði Sölvi Geir Ottesen aðstoðarþjálfari Víkinga sem stýrði liðinu í 1 - 2 tapi í kvöld gegn ÍA.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 - 2 ÍA
„Ég held að það sé augljóst að við vorum ekki sáttir með hvernig hlutirnir voru að ganga í fyrri hálfleik þannig að við vildum fá inn ferskar lappir sem voru kannski tilbúnir til að berjast fyrir málstaðinn.
Það eru margir leikmenn í byrjunarliðinu í dag sem voru búnir að fá hvíld. Við settum byrjunarliðshópinn saman þannig að þetta væru ferskar lappir tilbúnir til að takast á við ákefðina sem var í dag og þannig að við getum alls ekki verið að afsaka okkur með einhverri þreytu"
Nánar er rætt við Sölva hér að ofan. Meðal annars um frestun á leik við KR út af leik Víkinga í Sambandsdeildinni.






















