Valur fór í heimsókn í Kaplakrika fyrr í kvöld og mættu þar FH í hádramatískum leik. FH komu til baka í tvígang undir lok leiks og endaði leikurinn með 2-2 jafntefli.
Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.
Srdjan Tufegdzic (Túfa), þjálfari Vals kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Valur
„Miklar tilfinningar í gangi núna. Erfitt að segja mikið. Við vorum betri í fyrri hálfleik, komumst sanngjarnt yfir. Seinni hálfleikur FH betri enn og aftur gátum við komið í veg fyrir markið sem FH skoraði.
Við sýnum mikinn karakter í að koma til baka úr 1-1 stöðu og skora annað markið til að taka þrjá punkta. Það sýnir hvað býr í mönnum en svekkjandi að fá mark á sig úr síðustu spyrnu leiksins."
„Við getum bætt okkur í báðum mörkum, það er vinna framundan og núna höfum við tíma til að vinna í okkar hlutum og koma klárir í næsta leik."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir