Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að þeir vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
   mán 19. ágúst 2024 22:51
Sölvi Haraldsson
Venni: Liðið rotaðist
Lengjudeildin
„Liðið rotaðist.“
„Liðið rotaðist.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við byrjuðum illa og vorum lengi í gang. Við vorum að spila við mjög sterkt lið. Við vorum undir fyrsta hálftímann og gerðum þetta auðvelt fyrir þá. Við vorum betri seinasta korterið í fyrri og í seinni hálfleik.“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 1-0 tap gegn Aftureldingu í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  0 Þróttur R.

Þróttarar byrjuðu illa og fengu sigurmarkið á sig í byrjun leiks.

Við lesum leikinn í smástund og Afturelding ná að refsa okkur. Það sem í raun og veru gerist er að við erum slegnir, liðið rotaðist sem var alls ekki gott að sjá. Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri bara 1-0 og það tekur minna en 10 sekúndur að skora eitt mark. Mér fannst Afturelding orðin örvæntingarfullt í lokin og komust upp með ýmislegt til að stöðva okkur.“

Í seinni hálfleik var allt annað að sjá Þróttara. Þeir voru mikið meira með boltann en sköpuðu sér lítið.

Við náðum ekki að skapa okkur mikið af dauðafærum. Þettta eru 45 mínútur sem eru í boði og við þurfum bara eitt færi til að gefa okkur markið sem var í boði. Svo var þetta undir lokin farið að molna. Þeir fara að henda sér á okkur þegar við erum að komast í gegn í lokin.

Þrátt fyrir stöðuna í deildinni segir Venni að þetta hafi ekki verið úrslitaleikur um umspilssætið.

Þetta var svosem enginn úrslitaleikur, þetta er ekki búið. Þetta var mikilvægur leikur. Afturelding er með sterkt lið og við erum á útivelli og allt það og erum 1-0 undir. Það sem ég er ánægðastur með er að sjá mína menn ekki koðna og gefast upp heldur bíta frá sér. Maður sá löngunina og baráttuna. Við núlluðum Aftureldingu út í seinni hálfleik en það vantaði herslumuninn til að hrifsa til okkar stigin.

Viðtalið við Sigurvin má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner