Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   lau 19. september 2020 21:35
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes svekktur - Vildi fá vítaspyrnu og rangstöðu
David Moyes var sár eftir 2-1 tap West Ham gegn Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Staðan var 1-1 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik og stálu heimamenn í Arsenal sigrinum undir lokin eftir að Hamrarnir höfðu verið betri stærstan hluta síðari hálfleiks.

Moyes var ósáttur með dómgæsluna þar sem hann vildi fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í handlegg Gabriel Magalhaes innan vítateig Arsenal.

„Mér fannst þetta vera vítaspyrna. Ef þetta var ekki víti þá verða þeir að útskýra þessar reglur betur fyrir okkur. Það ríkir alltof mikil óvissa. Hann ætlaði að skalla en hitti ekki boltann svo hann fór í handlegginn, honum á að vera refsað fyrir það," sagði Moyes að leikslokum og fór svo að tala um mörkin sem Arsenal skoraði.

„Mörkin hefðu getað verið dæmd af vegna rangstöðu. Við sýndum góða frammistöðu og allir sem horfðu á leikinn sáu hversu óheppnir við vorum að taka ekki öll stigin."

West Ham er án stiga eftir tvær umferðir á meðan Arsenal er með sex stig.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner