Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 19. september 2021 21:20
Aksentije Milisic
Frakkland: Messi tekinn útaf í sigri PSG
PSG 2-1 Lyon
0-1 Lucas Paqueta ('54)
1-1 Neymar - Víti ('66)
2-1 Icardi ('90)

PSG lenti í kröppum dansi gegn Lyon á heimavelli í kvöld.

Kylian Mbappe, Neymar og Lionel Messi voru allir þrír í byrjunarliði PSG í kvöld. Staðan var markalaus þegar flautað var til leikhlés en í síðari hálfleik gerðust hlutirnir.

Lucas Paqueta kom Lyon yfir á 54. mínútu en stuttu síðar jafnaði Neymar metin úr vítaspyrnu. Lionel Messi var tekinn útaf á 76. mínútu og hann virtist huns þjálfara liðsins, Mauricio Pochettino, í kjölfarið þegar stjórinn ætlaði að taka í hönd hans.

Icardi tryggði PSG dramatískan sigur undir lok leiks. Liðið er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga á meðan Lyon er í níunda sæti.
Athugasemdir
banner