Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 19. september 2024 22:23
Haraldur Örn Haraldsson
Elmar Kári: Ég bara missi hausinn þarna
Lengjudeildin
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Elmar fékk að líta seinna gula og rauða hjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni dómara leiksins eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Fínnleikur af okkar hálfu finnst mér, við vorum aggressívir allan tíman og spiluðum flottan bolta. Við náðum að skora þrju sem er bara glæsilegt." Sagði Elmar Kári Enesson Cogic leikmaður Aftureldingar eftir að liðið hans vann 3-1 sigur á Fjölni í fyrri leik undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Fjölnir

Elmar fékk gult spjald í fyrri hálfleik sem var hans fjórða gula spjald á tímabilinu. Þar af leiðandi var Elmar kominn í leikbann vegna uppsafnaðra spjalda á tímabilinu. Elmar myndi þó ekki vera í banni í seinni leiknum í þessu undanúrslita einvígi, heldur væri hann í banni í úrslitaleiknum ef Afturelding kemst þangað. Það er vegna þess að aganefnd KSÍ sem myndi úrskurða Elmar í bann hittist á þriðjudögum og næstu leikur gegn Fjölni er á mánudaginn. Elmar fékk hinsvegar sitt seinna gula spjald eftir leik og verður því í banni gegn Fjölni á mánudaginn.

„Ég klúðraði þessu víti, og er bara pirraður. Ég bara missi hausinn þarna, þetta er ekkert flóknara en það." Segir Elmar en hann tekur einnig fram að hann vissi ekki af því að hann myndi vera í banni í úrslitaleiknum ef hann hefði aðeins fengið eitt gult.

Fyrra spjaldið sem Elmar fékk, fékk hann fyrir leikaraskap. Það var hann ekki sáttur með.

„Hann bara sparkar í mig, ég skil ekki hvað er í gangi, af hverju er hann að gefa mér gult? Þetta er mjög skrýtið, ég skyldi þetta ekki. Þannig eðlilega var ég ósáttur með það, en hann er dómarinn og er að gera sitt besta þannig ég virði það." Elmar segir þá að hann hafi ekki mikið verið að hugsa út í það að hann væri á leiðinni í bann. „Það var bara ekki í hausnum á mér á þeirri stundu. Þannig ég bara gerði mér ekki grein fyrir því þá."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner