Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 19. september 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir mættir aftur til æfinga hjá Man Utd
Mason Mount og Rasmus Höjlund eru byrjaðir að æfa aftur með Manchester United eftir meiðsli.

Mount tók þátt í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins en meiddist í kjölfarið.

Það var talað um að hann yrði frá í mánuð en hann er byrjaður að æfa.

„Aftur með þessum brjálæðingi," skrifar Mount á Instagram og birtir mynd af sér og Höjlund á æfingu. Danski sóknarmaðurinn hefur enn ekkert komið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla en það styttist í hans endurkomu.

Næsti leikur Man Utd er gegn Crystal Palace á laugardag.
Athugasemdir
banner