Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 19. október 2020 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Marcelo Bielsa: Þeir voru ekki betri
Marcelo Bielsa gaf lítið frá sér í viðtali eftir 0-1 tap Leeds United gegn Wolves fyrr í kvöld. Leeds átti góðan leik gegn Úlfunum en náði ekki að koma knettinum í netið.

„Við áttum að taka forystuna í fyrri hálfleik þar sem við vorum við stjórn. Seinni hálfleikurinn var mun jafnari. Við fengum mikið af færum til að ná forystunni en nýttum þau ekki," sagði Bielsa.

„Þeir voru ekki betri en við en þeir gerðu vel að kæfa okkar styrkleika. Þetta var mjög erfiður og líkamlegur leikur þar sem boltinn var mikið úr leik. Við vorum ekki jafn góðir í seinni hálfleik."

Nuno Espirito Santo, stjóri Wolves, er ánægður með stigin og viðurkennir að Leeds hafi ekki átt skilið að tapa.

„Við spiluðum fínan leik og vorum betra liðið í seinni hálfleik en þeir voru betri í þeim fyrri. Þeir voru mjög öflugir og sköpuðu sér góð færi. Við vorum heppnir að skora sigurmarkið, þeir áttu ekki skilið að tapa þessum leik," sagði Espirito Santo.

Conor Coady, fyrirliði Wolves, og Raul Jimenez tjáðu sig einnig að leikslokum.

„Þetta eru frábær úrslit fyrir okkur, við vissum hversu erfiður þessi leikur yrði gegn frábæru liði sem keyrir á 100km hraða allan leikinn. Við héldum okkur við leikplanið og stálum sigrinum, við vorum heppnir en líka mjög sniðugir og notuðum hausinn vel," sagði Coady.

„Þeir pressuðu vel og voru virkilega góðir. Við vissum að þetta yrði erfitt og á endanum þurftum við smá heppni til að vinna," sagði Jimenez.
Athugasemdir