Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 20. janúar 2020 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Atalanta tapaði óvænt fyrir Spal
Atalanta 1 - 2 Spal
1-0 Josip Ilicic ('16 )
1-1 Andrea Petagna ('54 )
1-2 Mattia Valoti ('60 )

Spal náði heldur betur í miklvæg stig í Seríu A á Ítalíu í kvöld er liðið lagði Atalanta að velli, 2-1.

Josip Ilicic kom Atalanta yfir á 16. mínútu leiksins en þetta var tíunda mark hans á tímabilinu.

Spal kom inn í seinni hálfleikinn með mikinn kraft. Andrea Petagna jafnaði metin á 54. mínútu áður en Mattia Valoti skoraði annað mark sex mínútum síðar.

Gestirnir náðu að halda út þrátt fyrir hápressu frá Atalanta og 2-1 sigur Spal staðreynd. Spal er í næst neðsta sæti með 15 stig á meðan Atalanta er með 35 stig í 5. sæti.
Athugasemdir
banner