Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. janúar 2022 09:50
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo vill fara ef Man Utd nær ekki Meistaradeildarsæti
Powerade
Ronaldo var ekki ánægður með að vera tekinn af velli í gær.
Ronaldo var ekki ánægður með að vera tekinn af velli í gær.
Mynd: Getty Images
Botman er ekki til sölu.
Botman er ekki til sölu.
Mynd: Getty Images
Arsenal þráir Vlahovic.
Arsenal þráir Vlahovic.
Mynd: Getty Images
Aaron Ramsey.
Aaron Ramsey.
Mynd: Getty Images
Lewandowski, Ronaldo, Suarez, Christensen, Botman, Lingard, Carlos og fleiri í slúðurpakkanum í dag. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum.

Bayern München gæti selt pólska sóknarmanninn Robert Lewandowski (33) í sumar ef hann endurnýjar ekki samning sinn. Núgildandi samningur er til júní 2023. (Bild)

Umboðsmenn Cristiano Ronaldo (36) hafa sagt Manchester United að portúgalski sóknarleikmaðurinn horfi til þess að yfirgefa Old Trafford í sumar ef félagið kemst ekki í Meistaradeildina. (Sun)

Atletico Madrid mun ekki leyfa úrúgvæska sóknarmanninum Luis Suarez (34), sem hefur verið orðaður við Aston Villa, að fara í janúar. (Goal)

Barcelona er í viðræðum við Andreas Christensen (25), varnarmann Chelsea, en samningur Danans rennur út eftir tímabilið. Viðræðurnar eru sagðar komnar vel á veg. (Sport)

Ónefnt enskt úrvalsdeildarfélag hefur jafnað tilboð Newcastle United í varnarmanninn Diego Carlos (28) hjá Sevilla. Talið er að Newcastle hafi boðið 30 milljónir punda í brasilíska miðvörðinn. (Sky Sports)

Manchester United mun leyfa Jesse Lingard (29) að fara í janúar ef félag borgar 3,5 milljónir fyrir það að fá sóknarmiðjumanninn lánaðan. Samningur hans á Old Trafford rennur út í sumar. (TalkSport)

Oliver Letang, forseti Lille, segir að franska félagið sé ekki einu sinni tilbúið að ræða það að selja hollenska varnarmanninn Sven Botman (22) sem er á óskalistum Newcastle United og AC Milan. (Football Italia)

Chelsea hefur áhuga á spænska miðjumanninum Gavi (17) sem er með 42 milljóna punda riftunarákvæði í samningi sínum við Barcelona. (El Nacional)

Wayne Rooney, fyrrum sóknarmaður Everton, er nú talinn líklegastur sem næsti stjóri á Goodison Park. Jose Mourinho, stjóri Roma, er einnig á blaði. (Sun)

West Ham hefur áhuga á Sílemanninum Ben Brereton Díaz (24) sóknarmanni Blackburn og enska varnarmanninum Nathaniel Phillips (24) hjá Liverpool í janúarglugganum. (Express)

Gareth Southgate íhugar að velja Adam Webster (27), varnarmann Brighton, í næsta landsliðshóp Englands. Webster hefur leikið frábærlega fyrir Brighton. (Mail)

Eitt félag í ensku úrvalsdeildinni og nokkur í Championship-deildinni hafa áhuga á enska sóknarmanninum Kabongo Tshimanga (24) sem hefur skorað 21 mark í 22 leikjum fyrir utandeildarliðið Chesterfield á tímabilinu. (Sun)

Arsenal leggur aukna áherslu á að fá miðjumanninn Arthur Melo (25) frá Juventus en enska félagið vonast til að fá hann á lánssamningi út tímabilið. (Goal)

Arsenal er einnig tilbúið að gera Dusan Vlahovic (21) að einum launahæsta leikmanni heims. Þessi serbneski sóknarmaður Fiorentina er þó sagður í vafa um að ganga í raðir Arsenal. (La Nazione)

Bayern München er tilbúið að keppa við Manchester United um að fá svissneska miðjumanninn Denis Zakaria (25) frá Borussia Mönchengladbach. (Christian Falk)

Miklar líkur eru á því að Zinedine Zidane (49) stýri Paris Saint-Germain á næsta tímabili. (Marca)

Burnley hefur áhuga á enska varnarmanninum Chris Basham (33) en samningur hans við Sheffield United rennur út í sumar. (Mail)

Charlton, Ipswich Town, Oxford United og Sunderland hafa öll áhuga á Jermain Defoe (39) sem er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Rangers. (Sky Sports)

Það er pirringur milli Juventus og Aaron Ramsey (31) eftir að velski leikmaðurinn hafnaði því að yfirgefa félagið. Tilboð komu frá Englandi og Spáni. (Calciomercato)

AC Milan hefur áhuga á að fá varnarmanninn Japhet Tanganga (22) lánaðan frá Tottenham. Enska úrvalsdeildarfélagið vill frekar selja Englendinginn. (Sun)

Thierry Henry, fyrrum sóknarmaður Frakklands og Arsenal, kemur til greina sem næsti stjóri Bordeaux. (RMC Sport)

Stoke er að fá vængmanninn Jaden Philogene-Bidace (19) lánaðan frá Aston Villa út tímabilið. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner
banner