Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Í liði Genoa er það Albert Guðmundsson"
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Getty Images
Albert er ekki í íslenska landsliðinu.
Albert er ekki í íslenska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Albert Guðmundsson átti stórleik með ítalska félaginu Genoa um helgina er liðið vann gífurlega mikilvægan útisigur á Brescia.

Genoa er í öðru sæti deildarinnar með 56 stig eftir 30 umferðir en liðið er í mikilli baráttu um að komast í deild þeirra bestu á Ítalíu á nýjan leik.

Albert skoraði tvö og lagði upp eitt í leiknum en hann hefur fengið mikið hrós í ítölskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína á tímabilinu.

Um helgina var skrifuð grein um Albert á vefsíðunni One Football þar sem honum er hrósað í hástert.

„Í hverju sigurliði er leikmaður sem getur lyft liðsfélögum sínum upp og unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Í liði Genoa er það Albert Guðmundsson," segir um Albert í greininni.

Albert gekk í raðir Genoa frá AZ Alkmaar í Hollandi í janúar á síðasta ári. Hann náði ekki að hjálpa liðinu að halda sér uppi í ítölsku úrvalsdeildinni en er að hjálpa liðinu að komast aftur upp.

„Hann átti flottar minningar hjá AZ en hann er búinn að sýna það að hann er með rétt einkenni og persónuleika til að leiða félag með eins ríka sögu og Genoa er með - leiða þetta lið til sigurs."

Albert hefur fengið frjálst hlutverk undir stjórn Alberto Gilardino, sem er fyrrum landsliðsmaður AC Milan. Hann hefur notið sín mjög í því hlutverki.

„Albert er sérstakur leikmaður og það er erfitt að setja hann í einhvern ramma. Hann veit hvernig hann á að sparka í boltann og hann er með virkilega góða tækni. Hann er með flotta tölfræði og hann er algjör lykilmaður í verkefni Gilardino. Albert má gera það sem hann vill inn á vellinum, hann má vera miðsvæðis eða út á kanti og hann spilar eins og sannur leikmaður frá Genoa."

Ekki í landsliðinu
Eins og vel hefur verið fjallað um þá er Albert ekki í íslenska landsliðshópnum fyrir fyrstu leikina í undankeppni EM gegn Bosníu og Liechtenstein.

Albert hefur ekkert viljað tjá sig við fjölmiðla um málið en faðir hans, Guðmundur Benediktsson, sendi frá sér yfirlýsingu fyrir helgi þar sem hann gagnrýnir Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara, harðlega.

Eins og mikið hefur verið fjallað um þá andar köldu milli Arnars og Alberts en í viðtölum á fimmtudag sagði Arnar að Albert hefði gert kröfu á byrjunarliðssæti.

Albert Brynjar Ingason, frændi Alberts, fór vel yfir málið í Dr Football þar sem hann sagði að Arnar fílaði einfaldega ekki persónuleika Alberts og vildi því ekki hafa hann í hópnum.

Albert er búinn að spila frábærlega með Genoa og út frá fótboltalegum hæfileikum ætti hann klárlega að vera í hópnum, það er alveg ljóst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner