Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 20. maí 2014 22:53
Alexander Freyr Tamimi
Ruth Þórðar: Erum engir nýliðar í þessari deild
Kvenaboltinn
Ruth vildi sigur í kvöld.
Ruth vildi sigur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ruth Þórðar Þórðardóttir, miðjumaður Fylkis, var mjög svekkt eftir markalaust jafntefli liðsins gegn Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Fylkisstúlkur voru talsvert nærri því að taka stigin þrjú í Árbænum heldur en gestirnir og viðurkennir Ruth að það sé svekkjandi að liðið hafi ekki náð að skora.

„Við fengum fullt af færum og hefðum bara átt að nýta þau,“ sagði Ruth eftir leikinn.

,,Yfirleitt hefði maður verið ánægður með jafntefli á móti Breiðabliki, en ekki í dag eins og leikurinn spilaðist. Við vorum miklu betri, fengum miklu betri færi og vorum bara miklu skipulagðari. Þetta gekk bara ágætlega fyrir utan að við náðum ekki að skora.“

Fylkisstúlkur voru mun hættulegri aðilinn í leiknum gegn Blikum, sem byrjuðu með sigri gegn sterku liði Stjörnunnar, og var ekki að sjá á þeim appelsínugulu að þær væru nýkomnar aftur upp í Pepsi-deildina.

„Við erum náttúrulega með frábært lið og ætlum okkur stóra hluti, þetta er bara það sem koma skal. Við erum engir nýliðar í þessari deild, við erum bara hér til að sanna okkur og sýna hvað við getum,“ sagði Ruth.
Athugasemdir
banner
banner