Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 20. júní 2019 20:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aubameyang klúðraði flestum dauðafærum á leiktíðinni
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang varð einn þriggja markahæstur á liðinni leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Hann deildi markakóngstitlinum með Sadio Mane og Mo Salah.

Rannsókn á vegum Paddy Power Games sýnir að Aubameyang var frekar óheppinn fyrir framan mark andstæðinga sinna.

Aubameyang var sá leikmaður sem klúðraði oftast dauðafærum, efstur á blaði þegar kemur að dauðafærum sem hann klúðraði eða setti í tréverkið.

Aubameyang átti 94 skot á mark andstæðinga sinna á leiktíðinni. 27 af þeim (28.72%) voru klúðruð dauðafæri.

Jamie Vardy, framherji Leicester, klikkaði á næst flestum dauðafærum eða 20 af 79 skotum sem fóru af markið (25.32%)

Chris Wood, framherji Burnley var svo með þriðju hæstu prósentuna, 14 af 59 skotum á markið (23.73%). Hér að neðan má sjá sem voru með hæsta hlutfallið af klúðruðum dauðafærum (þar eru tilraunir sem enda í tréverkinu taldar með) í úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner