Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 20. júní 2021 19:18
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skaðinn skeður í fyrri hálfleik í rauninni. Við lágum til baka sem var planið og það gekk þokkalega. Það koma tvær fyrirgjafir sem við verjumst ekki og boltinn endar í okkar neti. Í seinni hálfleiknum fórum við aðeins hærra og sköpuðum möguleika, sköpuðum færi og skorum eitt mark. Við vorum nálægt því að jafna eftir horn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í viðtali eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Stjarnan leiddi í hálfleik 2-0 en HK minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok en lengra komust þeir þó ekki.

„Í hálfleik var þetta spurning með að hanga inn í leiknum. Við vitum að við getum skorað mörk og það var bara spurning hvenær við fengjum þann möguleika að skora fyrsta markið í seinni hálfleik og reyna fá eitthvað útúr leiknum. "

Félagaskiptagluginn fer að opna á nýjan leik hér á Íslandi. Brynjar Björn segir það aldrei að vita hvort HK eigi eftir að bæta við sig leikmanni og jafnvel leikmönnum.

„Við höfum rætt það aðeins en við erum ekki með neitt í pípunum eins og staðan er en ég held að það væri alveg gott að fá 1-2 leikmenn."

HK er í fallsæti um þessar mundir með sex stig að loknum níu leikjum.

„Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni. Það verður ekki litið framhjá því. Þetta snýst um að fá stig en í 90% af leikjunum hefur spilamennskan verið nokkuð góð en stigasöfnunin hefur ekki verið í takt við það," sagði Brynjar Björn að lokum.
Athugasemdir