Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 20. júní 2021 19:18
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skaðinn skeður í fyrri hálfleik í rauninni. Við lágum til baka sem var planið og það gekk þokkalega. Það koma tvær fyrirgjafir sem við verjumst ekki og boltinn endar í okkar neti. Í seinni hálfleiknum fórum við aðeins hærra og sköpuðum möguleika, sköpuðum færi og skorum eitt mark. Við vorum nálægt því að jafna eftir horn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í viðtali eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Stjarnan leiddi í hálfleik 2-0 en HK minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok en lengra komust þeir þó ekki.

„Í hálfleik var þetta spurning með að hanga inn í leiknum. Við vitum að við getum skorað mörk og það var bara spurning hvenær við fengjum þann möguleika að skora fyrsta markið í seinni hálfleik og reyna fá eitthvað útúr leiknum. "

Félagaskiptagluginn fer að opna á nýjan leik hér á Íslandi. Brynjar Björn segir það aldrei að vita hvort HK eigi eftir að bæta við sig leikmanni og jafnvel leikmönnum.

„Við höfum rætt það aðeins en við erum ekki með neitt í pípunum eins og staðan er en ég held að það væri alveg gott að fá 1-2 leikmenn."

HK er í fallsæti um þessar mundir með sex stig að loknum níu leikjum.

„Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni. Það verður ekki litið framhjá því. Þetta snýst um að fá stig en í 90% af leikjunum hefur spilamennskan verið nokkuð góð en stigasöfnunin hefur ekki verið í takt við það," sagði Brynjar Björn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner