Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 20. júní 2021 19:18
Arnar Daði Arnarsson
Brynjar Björn: Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skaðinn skeður í fyrri hálfleik í rauninni. Við lágum til baka sem var planið og það gekk þokkalega. Það koma tvær fyrirgjafir sem við verjumst ekki og boltinn endar í okkar neti. Í seinni hálfleiknum fórum við aðeins hærra og sköpuðum möguleika, sköpuðum færi og skorum eitt mark. Við vorum nálægt því að jafna eftir horn," sagði Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK í viðtali eftir 2-1 tap gegn Stjörnunni í 9. umferð Pepsi Max-deildarinnar í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 HK

Stjarnan leiddi í hálfleik 2-0 en HK minnkaði muninn stundarfjórðungi fyrir leikslok en lengra komust þeir þó ekki.

„Í hálfleik var þetta spurning með að hanga inn í leiknum. Við vitum að við getum skorað mörk og það var bara spurning hvenær við fengjum þann möguleika að skora fyrsta markið í seinni hálfleik og reyna fá eitthvað útúr leiknum. "

Félagaskiptagluginn fer að opna á nýjan leik hér á Íslandi. Brynjar Björn segir það aldrei að vita hvort HK eigi eftir að bæta við sig leikmanni og jafnvel leikmönnum.

„Við höfum rætt það aðeins en við erum ekki með neitt í pípunum eins og staðan er en ég held að það væri alveg gott að fá 1-2 leikmenn."

HK er í fallsæti um þessar mundir með sex stig að loknum níu leikjum.

„Stigasöfnunin er smá áhyggjuefni. Það verður ekki litið framhjá því. Þetta snýst um að fá stig en í 90% af leikjunum hefur spilamennskan verið nokkuð góð en stigasöfnunin hefur ekki verið í takt við það," sagði Brynjar Björn að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner