Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. júlí 2018 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Watford gefur stuðningsmönnum treyjur
Mynd: Getty Images
Watford var að gefa stuðningsmönnum sínum nýja treyju liðsins sem verður notuð á útivallarleikjum á komandi tímabili.

Þeir stuðningsmenn sem mættu á alla útileiki liðsins á síðasta tímabili fengu treyju senda frá félaginu.

Félagið var ekki búið að kynna nýju treyjuna þannig stuðningsmennirnir voru þeir fyrstu sem sáu hana og kynntu sjálfir með myndbirtingum á samfélagsmiðlum.

Watford gekk ekki sérlega vel á útivelli á síðustu leiktíð þar sem liðið náði aðeins í 14 stig í 19 útileikjum. Til samanburðar náði liðið í 27 stig á heimavelli.

Fyrsti útileikur Watford verður gegn Burnley 18. ágúst en honum fylgja þrír heimaleikir. Undir lok september á Burnley næstu útileiki í deild, gegn Fulham og Arsenal.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner