Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. ágúst 2020 10:10
Magnús Már Einarsson
Páll Sævar spáir í elleftu umferð Pepsi Max-deildarinnar
Páll Sævar Guðjónsson
Páll Sævar Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Palli spáir sínum mönnum í KR sigri gegn Val.
Palli spáir sínum mönnum í KR sigri gegn Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Birgisson var með ein réttan þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni.

Páll Sævar Guðjónsson, vallarþulur Íslands, spáir í leikina í komandi umferð.



Fjölnir 2 - 1 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Fjölnir hefur ekki náð stígi á heimavelli í sumar en það breytist í þessum leik. Þeir mæta grimmir og negla þetta.

Grótta 0 - 3 Breiðablik (19:15 á morgun)
Óskar Hrafn mætir á sinn gamla heimavöll með hörku lið Blika. Óskar þekkir nákvæmlega inná Gróttu liðið og veit hvað þarf til að klára þennan leik með sóma.

Fylkir 0 - 2 Stjarnan (19:15 á morgun)
Það er mikil stemmning í Stjörnunni eftir sigur gegn FH í síðasta leik. Fylkismenn verða engin fyrirstaða fyrir þá. Óli Jó og Rúnar Páll eiga eftir að skemmta sér vel á hliðarlínunni.

KA 1 - 1 ÍA (14:00 á laugardag)
Arnar Grétars er að ná betri tökum á sínu liði. Ná samt ekki að krækja í stigin 3 sem eru í boði. Þetta verður hörku leikur á handónýtum KA velli.

FH 1 - 0 HK (14:00 á laugardag)
FH-ingar hafa bætt sig mikið eftir að Eiður og Logi tóku við liðinu. Það er komið meira úthald og hraði í leik FH. Þeir voru óheppnir að tapa síðasta leik. Neil Lennon klárar þennan leik á loka metrunum.

KR 2 - 1 Valur (16:15 á laugardag)
KR-ingar vilja bæta upp fyrir allt það sem á undan hefur gengið. Þeir hafa verið daprir í síðustu leikjum. Sigur gegn Val er það sem leikmenn KR þrá og þeir munu ná því.

Fyrri spámenn:
Aron Elís Þrándarson (6 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (4 réttir)
Stefán Árni Pálsson (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Þorkell Máni Pétursson (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Svava Kristín Grétarsdóttir (2 réttir)
Albert Brynjar Ingason (1 réttur)
Gunnar Birgisson (1 réttur)
Málfríður Erna Sigurðardóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner