Antony vill ekki yfirgefa Man Utd - Bakvörður Sevilla á blaði Man Utd - Newcastle ætlar að halda Trippier
   sun 20. ágúst 2023 15:00
Brynjar Ingi Erluson
Viktor Jóns spáir í 20. umferð Bestu
Viktor Jónsson spáir í leiki umferðarinnar
Viktor Jónsson spáir í leiki umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri Sigurjónsson ætlaði að láta liðið horfa á Harry Potter og eldbikarinn fyrir leik og mun Fram því vinna 1-0
Orri Sigurjónsson ætlaði að láta liðið horfa á Harry Potter og eldbikarinn fyrir leik og mun Fram því vinna 1-0
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aron Elís verður hetjan á Hlíðarenda
Aron Elís verður hetjan á Hlíðarenda
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Eyþór Wöhler skorar tvö fyrir Blika
Eyþór Wöhler skorar tvö fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Fimm leikir eru spilaðir í 20. umferð Bestu deildar karla í dag og einn á morgun. Við fengum Viktor Jónsson, sóknarmann ÍA, til þess að spá í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

ÍBV 0 - 0 Fylkir (Í dag klukkan 16:15)
Þessi leikur verður eins og bragðarefur með engu nammi. Mjög óspennandi og bragðlaus. Samt alveg svona fint að fa ser nokkra bita en færð fljótt leið á honum. Svekkjandi fyrir bæði lið þvi bæði þurfa sigur.

Fram 1 - 0 KA (Í dag klukkan 17:00)
Framarar eru upp við vegg og þurfa sigur. Þorparinn sjálfur Orri Sigurjóns er í banni en sagði mér að hann ætli að láta liðið horfa á Harry Potter og eldbikarinn fyrir þennan leik. Hann segir að keppnisskapið í Potter sé svakalega motiverandi og ég er sammála. Framarar vinna þetta en það þarf fullan fókus á Potter.

Valur 1 - 2 Víkingur R (Í dag klukkan 19:15)
Verður alvöru leikur enda mikið undir. Með sigri eru Víkingar komnir með 11 stiga forystu á toppnum og 7 fingur á íslandsmeistaratitilinn. Luigi klobbar væntanlega tvo og setur hann í vinkilinn. Sæmilega kveðjumarkið. Tryggvi jafnar með gæðaslútti í fjær skeitin og nýbónaða 360 gráðu ennið á Aroni Elís skilar sínu, sigurmarkið kemur í uppbót og allt TEEERYLLIST! Vikingar syngja íslandsmeistarar já íslandsmeistarar.

HK 0 - 1 FH (Í dag klukkan 19:15)
Sindri Kristinn er ekki með opið á sunnudögum því miður fyrir HK-inga. Búrið verður lokað þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ívar Örn gæti prumpað boltanum yfir línuna og jafnað metin en ef það gerist ekki hafa FH-ingar sigur.

Breiðablik 3 - 0 Keflavík (Í dag klukkan 19:15)
3-0. Rapparinn, rithöfundurinn og ljóskáldið Eyþór Wöhler setur tvö og Gísli Eyjólfs bætir því þriðja við.

Stjarnan 2 - 0 KR (Á morgun klukkan 19:15)
Skilaboð frá nágranna “Lífið leikur við þunnhærðasta mann landsins Árna Snæ. Hann á 15 milljón króna Benz sem hann hefur aldrei fengið að keyra og pínulítinn hvolp sem hann er hræddur við. Búinn að spila vel í sumar samt og vinnur þennan leik fyrir stjörnuna”

Fyrri spámenn:
Júlli Magg (5 réttir)
Sam Hewson (5 réttir)
Arnór Gauti (4 réttir)
Gaupi (4 réttir)
Ásta Eir (4 réttir)
Einar Bragi Aðalsteinsson (4 réttir)
Arnór Smárason (4 réttir)
Starkaður Pétursson (4 réttir)
Valur Gunnarsson (3 réttir)
Máni Austmann (3 réttir)
Mikael Nikulásson (3 réttir)
Valdimar Guðmundsson (3 réttir)
PBT (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (2 réttir)
Orri Steinn Óskarsson (1 réttur)
Bragi Karl Bjarkason (0 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner