„Verðskuldaður Breiðabliks sigur. Þær ætluðu sér að mæta með krafti hérna í leikinn eftir tapið í bikarúrslitunum og gerðu það." Segir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir 4-2 tap gegn Blikum í Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 - 4 Breiðablik
Blikar voru eina liðið á vellinum í fyrra hálfleik og Þróttur hafði engin svör við aðgerðum Blikakvenna.
„Ákefð í návígum var ekki góð. Þegar við fengum boltann héldum við honum ekki. Gekk örlítið betur í seinni hálfleik, við breyttum aðeins til. Þetta er bara einn af þeim dögum þar sem við mætum betra liði."
Þróttur náði að minnka muninn í 2-1 en fékk svo strax á sig þriðja markið sem drap leikinn.
Alltaf svekkjandi að fá á sig mark en maður horfir heilt yfir leikinn voru þeirra færi hættulegri. Mollee missir boltann frá sér í markinu en gerði á móti vel í öðrum færi þannig mér líður ekki eins og hún hafi klúðrað einhverju."
Einn leikur eftir hjá Þrótti og hann er hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið verður í efri hlutanum gegn Stjörnunni.
„Það kemur núna í ljós hvort við spilum fimm eða þrjá leiki í viðbót. Við eins og Stjarnan viljum vera fyrir ofan. Nú er bara að gleyma þessum leik."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan
Athugasemdir






















