
„Þetta var erfiður leikur. Oft eftir bikarleiki eru trikký leikir í gangi. En mér fannst Fylksliðið spila þennan leik varnarlega mjög vel og gerðu okkur erfið fyrir. Við vorum ekki á okkar leik í dag.“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir 2-0 sigur á Fylki í dag.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 0 Fylkir
Var erfitt að mótivera liðið fyrir svona hefðbundinn deildarleik eftir bikarúrslitaleik?
„Það á svo sem ekkert að vera það en þetta eru oft trikký leikir eftir sigur í bikarleik. Hann var það í dag.“
Pétur var ánægður að sjá varamennina, Nadíu og Helenu, klára leikinn í lokin.
„Þeir komu sterkir inn. Við breyttum um kerfi á tímabili sem gekk ágætlega. En þegar upp er staðið að þá eru þrjú stig allt sem skiptir máli.“
Það var loforð að Pétur myndi aflita hárið sitt ef Valskonur myndu verða bikarmeistarar en honum finnst nýja hárgreiðslan vera mjög flott og spurði undirritaðann hvað honum finnst.
„Mér finnst þetta flott, er það ekki? Finnst þér þetta ljótt eða? Þá er þetta fínt.“
„Það var sagt að ég hefði átt að fara í þetta ef við myndum vinna bikarinn og að sjálfsögðu stend ég við það. Þetta verður kannski bara það sem eftir er hjá mér, ég veit það ekki. Það má alveg vel vera.“
Pétur er ánægður með að liðið hélt alltaf áfram og sótti að lokum sigurmarkið.
„Við kláruðum leikinn og héldum áfram endalaust. Við vildum ná í þrjú stig og það er bara jákvætt fyrir okkur.“ sagði Pétur að lokum.
Nánar er rætt við Pétur í spilaranum hér að ofan.