Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Mustafi opinn fyrir tilboðum
Shkodran Mustafi
Shkodran Mustafi
Mynd: Getty Images
Shkodran Mustafi, leikmaður Arsenal á Englandi, ræddi við fjölmiðla eftir 3-0 sigur liðsins á Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í gær en hann útilokaði það ekki að hann gæti farið frá félaginu.

Mustafi er 27 ára gamall varnarmaður en hann kom frá Valencia árið 2016.

Hann hefur oft verið veikasti hlekkurinn í vörn Arsenal en Unai Emery reyndi að selja hann frá félaginu í sumar en það gekk þó illa að finna félag sem var til í að kaupa hann.

„Pabbi talaði við klúbbinn í sumar en ég er leikmaður Arsenal núna og á tvö ár eftir af samningnum. Ég er ekki týpan sem fer í stríð þegar hlutirnir ganga ekki upp en ef eitthvað gott tækifæri býðst þá er ég opinn fyrir því að taka skrefið."

„Ef það gerist ekki þá held ég áfram að einbeita mér að fótboltanum,"
sagði Mustafi.
Athugasemdir
banner
banner
banner