Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 20. september 2023 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segir líklegt að Tómas fari út en að það bráðliggi ekki á
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tómas Johannessen vakti athygli í sumar fyrir frammistöðu sína í Lengjudeildinni. Tómas er fæddur árið 2007 en var þrátt fyrir það í lykilhluverki í liði Gróttu.

Hann skoraði fimm mörk í átján deildarleikjum í sumar og lagði upp tvö mörk samkvæmt Wyscout. Þá skoraði hann eitt mark í Mjólkurbikarnum.

Fótbolti.net ræddi við formann knattspyrnudeildar hjá Gróttu, Þorstein Ingason, og spurði hann út í framtíð Tómasar. Geriru ráð fyrir því að Tomas Jóhannessen fari erlendis í vetur?

„Það er áhugi erlendra félaga á honum, það er búið að fylgjast með honum mjög lengi," sagði Þorsteinn.

„Það eru kannski meiri líkur en minni að hann láti verða af því núna að fara út, en ég held að það bráðliggi ekkert á. Það er ekkert útilokað að hann og fjölskyldan ákveði að hann verði eitt ár í viðbót á Íslandi."

Tómas á að baki fimmtán leiki fyrir yngri landsliðin og alls 23 leiki í Lengjudeildinni.

Sjá einnig:
Tommi Jó: Mér finnst ég bestur í þessari deild (16. júlí)
Mikill áhugi á Tómasi - „Það er mest Belgía“

Athugasemdir
banner
banner
banner