
Hinn sextán ára gamli Tómas Johannessen er byrjunarliðsmaður hjá Gróttu í Lengjudeildinni og gríðarlegt efni. Hann leikur sem sóknarmiðjumaður og er með þrjú mörk í átta deildarleikjum í sumar.
Hann geislar af sjálfstrausti og talaði um það í viðtali eftir sigur gegn Grindavík að hann telur sig hreinlega besta leikmanninn í þessari deild.
Mörg erlend félagslið hafa augastað á Tómasi sem var að klára grunnskóla og ólíklegt að hann spili mikið lengur hér á landi. Hann hefur meðal annars farið út til reynslu hjá Genk, Feyenoord og Malmö. Liggur leiðin út?
Hann geislar af sjálfstrausti og talaði um það í viðtali eftir sigur gegn Grindavík að hann telur sig hreinlega besta leikmanninn í þessari deild.
Mörg erlend félagslið hafa augastað á Tómasi sem var að klára grunnskóla og ólíklegt að hann spili mikið lengur hér á landi. Hann hefur meðal annars farið út til reynslu hjá Genk, Feyenoord og Malmö. Liggur leiðin út?
„Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Mér finnst ég vera að fá góða reynslu hérna og er að spila alla leiki. Ég er ekkert að stressa mig mikið á þessu," sagði Tómas í viðtali við Arnar Laufdal, fréttamann Fótbolta.net, eftir leikinn gegn Grindavík.
„Það eru alveg einhver lið sem banka upp á en ég er alveg slakur."
Hann var spurður að því hvaðan áhuginn væri að koma?
„Það er mest Belgía," svaraði Tómas. Hann er með feikilega mikla tækni og leikstíl hans verið líkt við Jamal Musiala, leikmann Bayern München.
Athugasemdir