Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   sun 16. júlí 2023 17:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Tommi Jó: Mér finnst ég bestur í þessari deild
Lengjudeildin
Virkilega skemmtilegur karakter
Virkilega skemmtilegur karakter
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hinn 16 ára gamli Tómas Jóhannessen, einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar var á skotskónum í dag er Grótta unnu risastóran sigur á Grindavík en leikar enduðu 2-0 á Vivaldi-Vellinum.

"Mjög sáttur, skoraði sem er alltaf gott. Missti af síðasta leik vegna veikinda svo kemur þetta frí hjá okkur þannig bara gríðarlega gott að komast aftur á völlinn" Sagði Tómas í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 Grindavík

Hvernig fannst Tomma takturinn á sínu liði eftir þessu löngu pásu?

"Mér fannst við flottir í fyrri, fannst við detta vel niður í seinni en 2-0 sigur þannig ég get ekki kvartað. Reynslan í liðinu við erum með Aron Bjarka og fleiri stráka, svo er það bara að halda áfram svo komum við með góða pressu í lokin, náum að skora og loka leiknum"

Hvernig metur Tómas tímabilið hjá sjálfum sér hingað til?

" Ég væri bara til í að skora meira en mér finnst ég bestur í þessari deild. Ég er búinn að skora 3 mörk og leggja upp 1 þannig ég er bara sáttur"

Tómas er mjög efnilegur leikmaður og líklega margir fótboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa heyrt þetta nafn en ekki séð hann spila. Hvernig myndi Tómas lýsa sjálfum sér sem leikmanni ?

" Bara finna mig í lappir. Drullu góður í að snúa með boltann, ég þarf að æfa skotin aðeins betur en ég myndi segja að ég væri complete leikmaður, bara boltann í lappir"

Tómasi er oft líkt við Jamal Musiala sem spilar auðvitað með Bayern Munchen í Þýskalandi, er það leikmaður sem hann lítur upp til?

" Hvort ég líti upp til, veit það ekki. Ég hef alveg heyrt það áður að við spilum líkt sérstaklega þegar við færum boltann innanfótar milli fóta þannig jújú ætli það ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan við þennan skemmtilega karakter.
Athugasemdir
banner