Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 16. júlí 2023 17:56
Arnar Laufdal Arnarsson
Tommi Jó: Mér finnst ég bestur í þessari deild
Lengjudeildin
Virkilega skemmtilegur karakter
Virkilega skemmtilegur karakter
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hinn 16 ára gamli Tómas Jóhannessen, einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar var á skotskónum í dag er Grótta unnu risastóran sigur á Grindavík en leikar enduðu 2-0 á Vivaldi-Vellinum.

"Mjög sáttur, skoraði sem er alltaf gott. Missti af síðasta leik vegna veikinda svo kemur þetta frí hjá okkur þannig bara gríðarlega gott að komast aftur á völlinn" Sagði Tómas í viðtali við Fótbolta.net beint eftir leik.

Lestu um leikinn: Grótta 2 -  0 Grindavík

Hvernig fannst Tomma takturinn á sínu liði eftir þessu löngu pásu?

"Mér fannst við flottir í fyrri, fannst við detta vel niður í seinni en 2-0 sigur þannig ég get ekki kvartað. Reynslan í liðinu við erum með Aron Bjarka og fleiri stráka, svo er það bara að halda áfram svo komum við með góða pressu í lokin, náum að skora og loka leiknum"

Hvernig metur Tómas tímabilið hjá sjálfum sér hingað til?

" Ég væri bara til í að skora meira en mér finnst ég bestur í þessari deild. Ég er búinn að skora 3 mörk og leggja upp 1 þannig ég er bara sáttur"

Tómas er mjög efnilegur leikmaður og líklega margir fótboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa heyrt þetta nafn en ekki séð hann spila. Hvernig myndi Tómas lýsa sjálfum sér sem leikmanni ?

" Bara finna mig í lappir. Drullu góður í að snúa með boltann, ég þarf að æfa skotin aðeins betur en ég myndi segja að ég væri complete leikmaður, bara boltann í lappir"

Tómasi er oft líkt við Jamal Musiala sem spilar auðvitað með Bayern Munchen í Þýskalandi, er það leikmaður sem hann lítur upp til?

" Hvort ég líti upp til, veit það ekki. Ég hef alveg heyrt það áður að við spilum líkt sérstaklega þegar við færum boltann innanfótar milli fóta þannig jújú ætli það ekki"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan við þennan skemmtilega karakter.
Athugasemdir
banner