Alavés 2 - 1 Sevilla
1-0 Carlos Vicente ('17)
2-0 Carlos Martin ('60)
2-1 Dodi Lukebakio ('83)
1-0 Carlos Vicente ('17)
2-0 Carlos Martin ('60)
2-1 Dodi Lukebakio ('83)
Alavés tók á móti Sevilla í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild spænska boltans og voru heimamenn sterkari aðilinn.
Heimamenn stjórnuðu ferðinni og tóku forystuna á 17. mínútu þegar Carlos Vicente skoraði eftir undirbúning frá Nahuel Tenaglia.
Stoichkov hélt að hann hefði tvöfaldað forystu heimamanna skömmu síðar en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu, eftir athugun í VAR-herberginu.
Carlos Martin tvöfaldaði forystu Alavés á 60. mínútu og sköpuðu gestirnir frá Sevilla afar litla hættu í leiknum. Þeim tókst þó að minnka muninn á lokakaflanum, en mark frá Dodi Lukebakio nægði þó ekki til að bjarga stigi.
Alavés er með 11 stig eftir 6 fyrstu umferðirnar. Sevilla er aðeins með 5 stig.
Athugasemdir