Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. janúar 2023 20:59
Brynjar Ingi Erluson
Óheppilegt tilboð hjá Juventus - Bjóða stuðningsmönnum 15 prósent afslátt
15 prósent dregin af miðakaupum alveg eins og fimmtán stig voru dregin af liðinu í Seríu A
15 prósent dregin af miðakaupum alveg eins og fimmtán stig voru dregin af liðinu í Seríu A
Mynd: Twitter
Ítalska félagið Juventus hugsaði ekki nýtt tilboð sitt til enda er það var birt á samfélagsmiðlum félagsins í dag en það býður stuðningsmönnum 15 prósent afslátt af næsta leik liðsins gegn Atalanta.

Fimmtán stig voru dregin af Juventus í gær en þetta staðfesti áfrýjunardómstóllinn á Ítalíu eftir að fjársvikamál var enduropnað gegn félaginu.

Juventus falsaði bókhald og borgaði leikmönnum liðsins í svörtu í COVID-faraldrinum en rannsókn hófst eftir að samningi Cristiano Ronaldo var lekið en þar voru greiðslur sem ekki voru gefnar upp til skattayfirvalda.

Andrea Agnelli, fyrrum forseti félagsins, var dæmdur í tveggja ára bann frá fótbolta en það gildir aðeins á Ítalíu. Pavel Nedved, sem var einnig í stjórn Juventus, fékk átta mánaða bann.

Juventus hefur áfrýjað málinu en félagið býður nú stuðningsmönnum félagsins fimmtán prósent afslátt af miðakaupum fyrir leikinn gegn Atalanta á morgun. Óheppilegar tölur, sérstaklega þegar tekið er mið af því að fimmtán stig voru dregin af liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner