Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 21. febrúar 2021 19:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hræðileg tölfræði Aubameyang gegn Man City í deildinni
Frá því Pierre-Emerick Aubameyang gekk í raðir Arsenal í janúar 2018 þá hefur hann alls ekki riðið feitum hesti í deildarleikjum gegn Manchester City.

Athygli var vakin á þeirri tölfræði í kvöld að Aubameyang hafi einungis átt eitt skot á mark City liðsins í þeim sjö leikjum sem hann hefur mætt liðinu. Það skot var vítaspyrna og var sú spyrna varin.

Arsenal átti eitt skot á mark City í kvöld og Aubameyang átti það ekki. City hefur unnið alla þessa sjö leiki, það skal tekið fram að það er auðvitað alls ekki eingöngu Aubameyang að kenna.

Einu sinni hefur Aubameyang mætt City í bikarnum, það var síðasta sumar og vannst sá leikur 2-0. Þá lék Auba á vinstri vængnum og skoraði bæði mörkin í undanúrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner