Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
banner
   sun 21. apríl 2024 20:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Maguire að kljást við meiðsli: Félagið alltaf í fyrsta sæti
Maguire fagnar markinu sínu í kvöld
Maguire fagnar markinu sínu í kvöld
Mynd: EPA

Harry Maguire miðvörður Manchester United viðurkenndi eftir sigur liðsins gegn Coventry í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld að hann sé enn að berjast við meiðsli.


Þessi 31 árs gamli Englendingur er einni miðvörðurinn í hópnum sem er ekki á meiðslalistanum en hann greindi frá því eftir leikinn að hann sé ekki búinn að vera heill heilsu undanfarið.

„Ég hef alltaf sett félagið í fyrsta sæti. Ég hef ekki æft mikið í þessari viku," sagði Maguire.

Maguire hefur verið að berjast við meiðsli á þessari leiktíð en hann missti af leik United gegn Liverpool þann 17. desember og var fjarverandi í rúman mánuð. Þá var hann einnig á meiðslalistanum í byrjun mars.

Hann skoraði annað mark liðsins í 3-3 jafntefli gegn Coventry í dag en United er komið í úrslit eftir sigur í vítaspyrnukeppni.


Athugasemdir
banner
banner