Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   mán 21. apríl 2025 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mowbray rekinn frá West Brom
Mowbray við stjórnvölinn hjá West Brom fyrir 16 árum.
Mowbray við stjórnvölinn hjá West Brom fyrir 16 árum.
Mynd: EPA
Hinn 61 árs gamli Tony Mowbray hefur verið rekinn úr þjálfarastarfinu hjá West Bromwich Albion eftir aðeins þrjá mánuði í starfi.

Mowbray var ráðinn til West Brom í janúar en hann var dáður af stuðningsmönnum eftir magnaðan árangur sinn með liðið þegar hann var við stjórnvölinn frá 2006 til 2009.

Hann hefur komið víða við síðan þá og starfaði síðast sem aðalþjálfari Birmingham City í fyrra en þurfti að hætta vegna krabbameinsmeðferðar.

Mowbray er rekinn beint eftir 1-3 tap á heimavelli gegn fallbaráttuliði Derby County, en West Brom sigraði aðeins fimm leiki af sautján undir hans stjórn.

West Brom var í frábærri stöðu í umspilsbaráttunni þegar Mowbray tók við en honum tókst ekki að fylgja eftir frábæru gengi Carlos Corberán, sem var ráðinn til Valencia á miðju tímabili.

Steve Cooper er talinn vera líklegasti arftakiinn en Johnny Heitinga og Will Still eru einnig líklegir.

West Brom er sex stigum frá umspilssæti þegar tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 25 15 7 3 55 26 +29 52
2 Ipswich Town 25 12 8 5 42 24 +18 44
3 Middlesbrough 25 12 7 6 33 26 +7 43
4 Watford 25 11 8 6 37 29 +8 41
5 Hull City 25 12 5 8 40 38 +2 41
6 Preston NE 25 10 10 5 34 25 +9 40
7 Millwall 25 11 7 7 27 32 -5 40
8 Bristol City 25 11 6 8 38 27 +11 39
9 Stoke City 25 11 4 10 30 23 +7 37
10 Wrexham 25 9 10 6 36 31 +5 37
11 Derby County 25 9 8 8 34 33 +1 35
12 QPR 25 10 5 10 35 39 -4 35
13 Leicester 25 9 7 9 35 37 -2 34
14 Southampton 25 8 9 8 38 34 +4 33
15 Sheffield Utd 25 10 2 13 36 38 -2 32
16 Swansea 25 9 5 11 26 31 -5 32
17 Birmingham 25 8 7 10 32 34 -2 31
18 West Brom 25 9 4 12 28 33 -5 31
19 Charlton Athletic 24 7 7 10 23 30 -7 28
20 Blackburn 24 7 6 11 22 28 -6 27
21 Portsmouth 24 6 7 11 21 35 -14 25
22 Norwich 25 6 6 13 28 37 -9 24
23 Oxford United 25 5 7 13 25 35 -10 22
24 Sheff Wed 24 1 8 15 18 48 -30 -7
Athugasemdir
banner
banner