Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 21. maí 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alisson: Saga sem ég segi barnabörnunum frá
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fer fram þann 1. júní næstkomandi. Liverpool mun spila til úrslita annað árið. Í fyrra var niðurstaðan tap gegn Real Madrid en núna verður mótherjinn Tottenham.

Á tímapunkti leit ekki út fyrir það að Liverpool myndi spila í úrslitaleiknum en ótrúleg endurkoma gegn Barcelona á Anfield varð til þess að það mun gerast.

Liverpool tapaði fyrri leiknum gegn Barcelona 3-0 en kom til baka á Anfield og vann 4-0. Það sem meira er, þá var Liverpool án Mohamed Salah og Roberto Firmino í 4-0 sigrinum.

Alisson Becker, markvörður Liverpool, segir að endurkoma sé eitthvað sem mun lifa með honum alla ævi.

„Minningin verður með mér alla ævi. Þetta er saga sem ég mun segja börnunum mínum og barnabörnum frá," segir Alisson í samtali við heimasíðu Uefa.

„Ég vona bara að við getum klárað þessa sögu, ef guð leyfir, að ná titlinum. Það er okkar markmið."
Athugasemdir
banner
banner