Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 16:22
Elvar Geir Magnússon
Ekki sannað að hann hafi haft rasísk ummæli og bannið fellt úr gildi
Leikmaðurinn lék með Magna gegn Aftureldingu á undirbúningstímabilinu.
Leikmaðurinn lék með Magna gegn Aftureldingu á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Frá Dalvíkurvelli.
Frá Dalvíkurvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Leikbannið sem Viktor Smári Elmarsson, sem fæddur er 2002, var dæmdur í eftir æfingaleik með Magna gegn Aftureldingu sem fram fór á Dalvíkurvelli fyrir mót hefur verið fellt úr gildi. Verður hann því ekki talinn hafa gerst brotlegur.

Viktor var skráður leikmaður FH á þeim tíma sem leikurinn átti sér stað en hann lék undir merkjum Magna. Í dag er leikmaðurinn skráður leikmaður KA.

Í skýrslu dómara leiksins segir hann að þjálfari Aftureldingar, Magnús Már Einarsson, hafi sagt við sig að Viktor hefði haft rasísk ummæli í garð leikmanns Aftureldingar, þar á meðal hafi hann sagt „Pólska drasl“.

Aga- og úrskurðarnefnd dæmdi Viktor í fimma leikja bann en þeim dómi var áfrýjað og hefur áfrýjunardómstóllinn fellt hann úr gildi.

„Leikmaðurinn hefur sjálfur neitað því að hafa látið umrædd ummæli falla í þeim orðaskiptum er urðu á milli hans og leikmanns Aftureldingar þó hann viðurkenni óíþróttamannslega framkomu af sinni hálfu," segir í dómi áfrýjunarnefndarinnar en áfrýjun barst frá lögmanni leikmannsins.

„Það er mat dómsins að ekki liggi fyrir í gögnum málsins óyggjandi staðfesting á því hvaða orð leikmaður Magna lét falla við leikmann Aftureldingar enda kemur fram í skýrslu dómara að dómari varð ekki vitni að þeim orðaskiptum. Hefur dómari eftir þjálfara Aftureldingar að einhver rasísk ummæli hafi verið látin falla án þess að staðfest sé með skýrum hætti hvaða orð það voru."

„Dómurinn byggir sönnunarmat sitt á skýrslu dómara og öðrum þeim gögnum sem fram hafa verið lögð í málinu og með hliðsjón af þeim telur dómurinn ekki fullnægjandi sannað að Viktor Smári Elmarsson hafi viðhaft þau ummæli sem vísað er til í skýrslu dómara og verður hann því ekki talinn hafa gerst brotlegur við gr. 15.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál."

„Með vísan til framangreinds er úrskurður aga- og úrskurðarnefndar um fimm leikja bann Viktors Smára Elmarssonar og bann frá Dalvíkurvelli á meðan bannið varir felldur úr gildi. Úrskurður um sekt knattspyrnudeildar Magna að upphæð kr. 100.000,- skal jafnframt felld úr gildi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner