Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   þri 21. maí 2024 22:49
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning að vinna leik eins og alltaf. Á okkar velli fyrir framan okkar fólk og halda hreinu. Bara hrikalega stoltur af strákunum að ná í fyrstu stigin okkar í deildinni.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Aftureldingu á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Vendipunktur leiksins og atriðið sem verður rætt um í tengslum við þennan leik er vítaspyrna og rautt spjald sem dæmt var á Arnar Daða Jóhannesson markvörð Aftureldingar fyrir brot á Sami Kamel. Sá Haraldur atvikið?

„Ég verð bara að viðurkenna að ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann allavega brýtur á honum en hvort hann er að reyna við boltann eða ekki eru menn eitthvað að ræða hvort það sé rautt spjald eða ekki. En reglurnar segja klárlega að það sé ekki rautt ef þú ert að reyna við boltann. En ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að meta það en hann dæmdi víti og rautt. Við svo með undirtökin eftir það og stjórnum svolítið leiknum. Seinni hálfleikurinn var "scrappy" og við þurftum að fá þetta annað mark til þess róa aðeins leikinn hjá okkur niður.“

Haraldur var ekki með svörin á reiðum höndum hver munurinn á frammistöðu liðsins hafi verið í kvöld miðað við fyrstu tvær umferðinar en sá þó vissar framfarir.

„Það er kannski erfitt að ætla að rýna eitthvað í það en í fyrsta leik í deild vorum við alveg fínir. Við bara náðum ekki að nýta færin okkar og á endanum töpum við þeim leik. Gróttu leikurinn var mestu vonbrigðin og lélegasta frammistaða okkar í sumar. Við vorum bara ákveðnir í því og töluðum um að mæta í leikinn og vera til staðar hvort sem það bikarleikur á móti Breiðablik eða útleikur á móti Gróttu. Þetta eru allt saman fótboltaleikir sem við þurfum að´mæta í og vera tilbúnir til þess að berjast. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner