29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   þri 21. maí 2024 22:49
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning að vinna leik eins og alltaf. Á okkar velli fyrir framan okkar fólk og halda hreinu. Bara hrikalega stoltur af strákunum að ná í fyrstu stigin okkar í deildinni.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Aftureldingu á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Vendipunktur leiksins og atriðið sem verður rætt um í tengslum við þennan leik er vítaspyrna og rautt spjald sem dæmt var á Arnar Daða Jóhannesson markvörð Aftureldingar fyrir brot á Sami Kamel. Sá Haraldur atvikið?

„Ég verð bara að viðurkenna að ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann allavega brýtur á honum en hvort hann er að reyna við boltann eða ekki eru menn eitthvað að ræða hvort það sé rautt spjald eða ekki. En reglurnar segja klárlega að það sé ekki rautt ef þú ert að reyna við boltann. En ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að meta það en hann dæmdi víti og rautt. Við svo með undirtökin eftir það og stjórnum svolítið leiknum. Seinni hálfleikurinn var "scrappy" og við þurftum að fá þetta annað mark til þess róa aðeins leikinn hjá okkur niður.“

Haraldur var ekki með svörin á reiðum höndum hver munurinn á frammistöðu liðsins hafi verið í kvöld miðað við fyrstu tvær umferðinar en sá þó vissar framfarir.

„Það er kannski erfitt að ætla að rýna eitthvað í það en í fyrsta leik í deild vorum við alveg fínir. Við bara náðum ekki að nýta færin okkar og á endanum töpum við þeim leik. Gróttu leikurinn var mestu vonbrigðin og lélegasta frammistaða okkar í sumar. Við vorum bara ákveðnir í því og töluðum um að mæta í leikinn og vera til staðar hvort sem það bikarleikur á móti Breiðablik eða útleikur á móti Gróttu. Þetta eru allt saman fótboltaleikir sem við þurfum að´mæta í og vera tilbúnir til þess að berjast. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner