Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
Óli Kristjáns: Þetta voru „freak" mörk
Arnar Grétarsson: Alltof mikið reynt að svindla
Er Valur Arsenal? - „Með svo marga einstaklinga sem geta meitt mann"
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
   þri 21. maí 2024 22:49
Sverrir Örn Einarsson
Haraldur Freyr: Hann allavega brýtur á honum
Lengjudeildin
Haraldur Freyr Guðmundsson
Haraldur Freyr Guðmundsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Frábær tilfinning að vinna leik eins og alltaf. Á okkar velli fyrir framan okkar fólk og halda hreinu. Bara hrikalega stoltur af strákunum að ná í fyrstu stigin okkar í deildinni.“
Sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir 3-0 sigur Keflavíkur á Aftureldingu á HS Orkuvellinum í Keflavík fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  0 Afturelding

Vendipunktur leiksins og atriðið sem verður rætt um í tengslum við þennan leik er vítaspyrna og rautt spjald sem dæmt var á Arnar Daða Jóhannesson markvörð Aftureldingar fyrir brot á Sami Kamel. Sá Haraldur atvikið?

„Ég verð bara að viðurkenna að ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist. Hann allavega brýtur á honum en hvort hann er að reyna við boltann eða ekki eru menn eitthvað að ræða hvort það sé rautt spjald eða ekki. En reglurnar segja klárlega að það sé ekki rautt ef þú ert að reyna við boltann. En ég verð bara að fá að sjá þetta aftur til að meta það en hann dæmdi víti og rautt. Við svo með undirtökin eftir það og stjórnum svolítið leiknum. Seinni hálfleikurinn var "scrappy" og við þurftum að fá þetta annað mark til þess róa aðeins leikinn hjá okkur niður.“

Haraldur var ekki með svörin á reiðum höndum hver munurinn á frammistöðu liðsins hafi verið í kvöld miðað við fyrstu tvær umferðinar en sá þó vissar framfarir.

„Það er kannski erfitt að ætla að rýna eitthvað í það en í fyrsta leik í deild vorum við alveg fínir. Við bara náðum ekki að nýta færin okkar og á endanum töpum við þeim leik. Gróttu leikurinn var mestu vonbrigðin og lélegasta frammistaða okkar í sumar. Við vorum bara ákveðnir í því og töluðum um að mæta í leikinn og vera til staðar hvort sem það bikarleikur á móti Breiðablik eða útleikur á móti Gróttu. Þetta eru allt saman fótboltaleikir sem við þurfum að´mæta í og vera tilbúnir til þess að berjast. “

Sagði Haraldur en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner