Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 21. júní 2021 22:56
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Sáu það allir að það sáust engar línur á vellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur í leikslok eftir 0-4 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Breiðablik komst á toppinn með sigrinum.

Leiknum var seinkað um tíu mínútur í kvöld en hann var einnig færður yfir á gervigrasvöll Selfyssinga nokkrum mínútum fyrir leik. Ástæðan var sú að mikil rigning gerði það að verkum að dómurum fannst vallarlínurnar ekki nægilega afgerandi.

Sjá einnig:
Ákveðið að spila á Selfossi eftir 30 mínútna reykistefnu

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  4 Breiðablik

„Það sáu það allir sem voru mættir hingað á leikinn að það sáust engar línur á grasinu þrátt fyrir það að það sé búið að vinna hörðum höndum að því að hafa þetta í lagi í dag. Það er búið að mála völlinn þrisvar í dag. Þannig það var eðlilegast að nota þetta fína og flotta gervigras sem við erum hérna," sagði Alfreð og bætti við að það væri ekkert við vallarstarfsmenn Selfoss að sakast í þessum málum.

Hann segir að það hafi komið til tals að fresta leiknum þangað til á morgun.

„Við erum að fara að spila aftur á föstudag og það þarf að halda þessu áfram, þetta er bara svona."

„Mér fannst við vera ágætar í fyrri hálfleik, þannig lagað. Auðvitað fáum við tvö mörk á okkur. Við förum síðan inn í hálfleik og breytum aðeins til, mér fannst það ganga ágætlega. Breiðablik er frábærlega vel spilandi lið en ég vil meina að við eigum að standa betur í þeim," segir Alfreð."

Selfyssingar eiga leik í Mjólkurbikarnum næst gegn liði Þróttar. Selfyssingar verið óstöðvandi í bikarkeppni síðustu ár.

„Nú verðum við bara að vera dálítið fúl í kvöld yfir því að hafa ekki gert betur en svo er bara bikarinn á föstudag gegn Þrótti," sagði Alfreð að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner