Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 21. júní 2021 22:56
Arnar Helgi Magnússon
Alli: Sáu það allir að það sáust engar línur á vellinum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari Selfoss, var að vonum svekktur í leikslok eftir 0-4 tap gegn Breiðablik í Pepsi Max-deild kvenna í kvöld. Breiðablik komst á toppinn með sigrinum.

Leiknum var seinkað um tíu mínútur í kvöld en hann var einnig færður yfir á gervigrasvöll Selfyssinga nokkrum mínútum fyrir leik. Ástæðan var sú að mikil rigning gerði það að verkum að dómurum fannst vallarlínurnar ekki nægilega afgerandi.

Sjá einnig:
Ákveðið að spila á Selfossi eftir 30 mínútna reykistefnu

Lestu um leikinn: Selfoss 0 -  4 Breiðablik

„Það sáu það allir sem voru mættir hingað á leikinn að það sáust engar línur á grasinu þrátt fyrir það að það sé búið að vinna hörðum höndum að því að hafa þetta í lagi í dag. Það er búið að mála völlinn þrisvar í dag. Þannig það var eðlilegast að nota þetta fína og flotta gervigras sem við erum hérna," sagði Alfreð og bætti við að það væri ekkert við vallarstarfsmenn Selfoss að sakast í þessum málum.

Hann segir að það hafi komið til tals að fresta leiknum þangað til á morgun.

„Við erum að fara að spila aftur á föstudag og það þarf að halda þessu áfram, þetta er bara svona."

„Mér fannst við vera ágætar í fyrri hálfleik, þannig lagað. Auðvitað fáum við tvö mörk á okkur. Við förum síðan inn í hálfleik og breytum aðeins til, mér fannst það ganga ágætlega. Breiðablik er frábærlega vel spilandi lið en ég vil meina að við eigum að standa betur í þeim," segir Alfreð."

Selfyssingar eiga leik í Mjólkurbikarnum næst gegn liði Þróttar. Selfyssingar verið óstöðvandi í bikarkeppni síðustu ár.

„Nú verðum við bara að vera dálítið fúl í kvöld yfir því að hafa ekki gert betur en svo er bara bikarinn á föstudag gegn Þrótti," sagði Alfreð að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner