mán 21. júní 2021 23:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefur eiginleika til að fara erlendis og spila fótbolta"
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Karl Friðleifur Gunnarsson átti stórleik fyrir Víking þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við KR í kvöld.

Hann var maður leiksins að mati Fótbolta.net. „Kalli var frábær í leiknum og naut sín í vængbakverðinum. KR-ingar voru í vandræðum með að leysa hlaup hans upp völlinn," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í skýrslu sinni.

Karl Friðleifur er 19 ára gamall leikmaður sem getur leikið sem bakvörður og kantmaður. Hann er á láni hjá Víkingum frá Breiðablik. Það var rætt um hann í Stúkunni á Stöð 2 Sport

„Ég veit ekki hvort þeir geta kallað hann til baka Blikar, en þeir gætu svo sannarlega notað hann í hægri bakvarðarstöðunni hjá sér," sagði Reynir Leósson.

„Það er gaman að Blikarnir láni svona leikmann í staðinn fyrir að hann hangi á bekknum. Hann er að fara inn í lið sem er að berjast í toppbaráttunni, spila með alvöru leikmönnum og er að skila sínu. Hann kemur miklu þroskaðari til baka," sagði Þorkell Máni Pétursson.

„Svo spila Blikarnir honum fimm leiki á næsta ári og selja hann svo," sagði Reynir. „Hann hefur eiginleika til að fara erlendis og spila fótbolta."

Hægt er að lesa um leik Víkinga og KR með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner